Ástandið grafalvarlegt á Akranesi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. apríl 2019 12:20 Elsa Lára Arnardóttir, stjórnarformaður Höfða. Fimm manns eru fastir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands því ekki er hægt að útskrifa þá þar sem ekki er pláss á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi. Þar eru hátt í fjörutíu manns á biðlista og segir stjórnarformaður Höfða ástandið vera grafalvarlegt.Heilbrigðisráðherra synjaði beiðni Akranesbæjar um fjölgun hjúkrunarrýma á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi fyrr á þessu ári og var mikil óánægja innan bæjarstjórnar með þá ákvörðun.Farið var í að kortleggja þörfina eftir hjúkrunarrýmum enn betur og segir Elsa Lára Arnarsdóttir, stjórnarformaður Höfða, að staðan sé enn verri að talið hafði verið. Þrjátíu og sex manns eru á biðlista eftir hjúkrunar- og dvalarrýmum. „Það hefur orðið mikil fjölgun núna í vetur. Staðan er sú að af þessum 36 manns eru fjórir til fimm fastir inn á legudeildum heilbrigðisstofnunarinnar. Þeir ná ekki að útskrifast þaðan því þeir fá ekki varanlega dvöl á Höfða því það er bara allt fullt“ Þetta sé ömurleg staða fyrir þá einstaklinga sem eru fastir á spítalanum. „Þeir ná ekki að koma inn á Höfða og taka þátt í því iðjustarfi sem þar er og eru þar með fastir upp á spítala þar sem er annars konar þjónusta en verið er að veita á hjúkrunar og dvalarheimilum. Það væri til allra bóta fyrir þá og þá sem þurfa á þjónustu heilbrigðisstofnunarinnar að halda að þessir einstaklingar komist inn á Höfða“ Elsa Lára segir að áfram sé verið að reyna vekja athygli stjórnvalda á málinu. Stjórnarmenn Höfða eigi fund með ráðherra í maí. „Staðan er grafalvarleg. Við erum með fjögur biðhjúkrunarrými á höfða sem eiga að renna út 30. september næstkomandi. Við höfum fengið synjun á því að þau verði gerð varanleg og erum í raun enn að pressa á það að þau verði gerð varanleg hjúkrunarrými vegna þeirra stöðu sem uppi er,“ segir Elsa Lára. Akranes Heilbrigðismál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Fimm manns eru fastir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands því ekki er hægt að útskrifa þá þar sem ekki er pláss á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi. Þar eru hátt í fjörutíu manns á biðlista og segir stjórnarformaður Höfða ástandið vera grafalvarlegt.Heilbrigðisráðherra synjaði beiðni Akranesbæjar um fjölgun hjúkrunarrýma á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi fyrr á þessu ári og var mikil óánægja innan bæjarstjórnar með þá ákvörðun.Farið var í að kortleggja þörfina eftir hjúkrunarrýmum enn betur og segir Elsa Lára Arnarsdóttir, stjórnarformaður Höfða, að staðan sé enn verri að talið hafði verið. Þrjátíu og sex manns eru á biðlista eftir hjúkrunar- og dvalarrýmum. „Það hefur orðið mikil fjölgun núna í vetur. Staðan er sú að af þessum 36 manns eru fjórir til fimm fastir inn á legudeildum heilbrigðisstofnunarinnar. Þeir ná ekki að útskrifast þaðan því þeir fá ekki varanlega dvöl á Höfða því það er bara allt fullt“ Þetta sé ömurleg staða fyrir þá einstaklinga sem eru fastir á spítalanum. „Þeir ná ekki að koma inn á Höfða og taka þátt í því iðjustarfi sem þar er og eru þar með fastir upp á spítala þar sem er annars konar þjónusta en verið er að veita á hjúkrunar og dvalarheimilum. Það væri til allra bóta fyrir þá og þá sem þurfa á þjónustu heilbrigðisstofnunarinnar að halda að þessir einstaklingar komist inn á Höfða“ Elsa Lára segir að áfram sé verið að reyna vekja athygli stjórnvalda á málinu. Stjórnarmenn Höfða eigi fund með ráðherra í maí. „Staðan er grafalvarleg. Við erum með fjögur biðhjúkrunarrými á höfða sem eiga að renna út 30. september næstkomandi. Við höfum fengið synjun á því að þau verði gerð varanleg og erum í raun enn að pressa á það að þau verði gerð varanleg hjúkrunarrými vegna þeirra stöðu sem uppi er,“ segir Elsa Lára.
Akranes Heilbrigðismál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum