Lífið

Elsta dóttir Charlize Theron trans

Sylvía Hall skrifar
Charlize Theron.
Charlize Theron. Vísir/Getty

Leikkonan Charlize Theron tilkynnti á dögunum að elsta barn hennar, Jackson, væri trans en leikkonan ættleiddi hana árið 2012.

„Ég hélt líka að hún væri strákur,“ sagði leikkonan í viðtali við Daily Mail en þar segir hún frá því þegar Jackson tilkynnti henni að hún væri stelpa, þá þriggja ára gömul. Í dag er Jackson sjö ára gömul og á eina yngri systur, August, sem er þriggja ára.

Í viðtalinu segir Theron að hún styðji dóttur sína af heilum hug og það sé ekki hennar að ákveða leið hennar í lífinu. Hennar hlutverk sé að sýna dætrum sínum ást og umhyggju og sjá til þess að þær hafi allt til alls.

„Það er bara þannig. Ég á tvær fallegar dætur sem ég vil vernda og sjá blómstra.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.