Frumvarp fækkar í liði Flokks fólksins á þingi Sveinn Arnarsson skrifar 1. apríl 2019 06:15 "Eðlilegt að við gætum aðhalds,“ segir Ólafur Ísleifsson. Fréttablaðið/Ernir Ólafur Ísleifsson, nýr þingmaður Miðflokksins, hefur óskað eftir meðflutningsmönnum úr öðrum þingflokkum að máli sem hefur aðeins áhrif á hans gamla flokk, Flokk fólksins. Hann telur frumvarpinu hins vegar ekki vera beint gegn sínum gamla flokki. Frumvarpið sem Ólafur hyggst leggja fram er til þess ætlað að breyta lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, eða réttara sagt um hámarksfjölda aðstoðarmanna.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.„Breytingin snýr að því að starfsmenn þingflokka að meðtöldum aðstoðarmanni formanns stjórnmálaflokks skuli ekki vera fleiri en þingmenn þingflokks á hverjum tíma. Með því er verið að gæta að eðlilegu aðhaldi og sparnaði í meðferð opinbers fjár,“ segir í tölvupósti Fjólu Hrundar Björnsdóttur, framkvæmdastjóra þingflokks Miðflokksins, til þingmanna annarra flokka þar sem óskað er eftir meðflutningsmanni. Yrði þetta frumvarp að veruleika myndi það aðeins hafa áhrif á gamla þingflokk Ólafs, Flokks fólksins. Hann telur hins vegar að hér sé um eðlilegt þingmál að ræða til að gæta aðhalds í ríkisrekstrinum. „Má vera að á þessu þingi skuli það aðeins hafa áhrif á einn flokk, en ástæða þess að ég vil leggja þetta mál fram er sú að ég tel eðlilegt að við gætum aðhalds. Þessu frumvarpi er ekki beint gegn neinum og af engum tekið. Ég vil aðeins að við förum vel með opinbert fé,“ segir Ólafur. Augljóst hefur verið upp á síðkastið að andað hefur köldu á milli Flokks fólksins og fyrrverandi liðsmanna hans sem reknir voru úr flokknum eftir uppákomuna á Klaustri í lok nóvember. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir Ólaf auðvitað verða að eiga þetta við sjálfan sig. „Ég hef enga sérstaka skoðun á frumvörpum Ólafs Ísleifssonar og ef hann vill fara þessa leið þá gerir hann það bara,“ segir Inga. „Það sjá hins vegar allir hvað hér er um að vera.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Flokkur fólksins Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Ólafur Ísleifsson, nýr þingmaður Miðflokksins, hefur óskað eftir meðflutningsmönnum úr öðrum þingflokkum að máli sem hefur aðeins áhrif á hans gamla flokk, Flokk fólksins. Hann telur frumvarpinu hins vegar ekki vera beint gegn sínum gamla flokki. Frumvarpið sem Ólafur hyggst leggja fram er til þess ætlað að breyta lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, eða réttara sagt um hámarksfjölda aðstoðarmanna.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.„Breytingin snýr að því að starfsmenn þingflokka að meðtöldum aðstoðarmanni formanns stjórnmálaflokks skuli ekki vera fleiri en þingmenn þingflokks á hverjum tíma. Með því er verið að gæta að eðlilegu aðhaldi og sparnaði í meðferð opinbers fjár,“ segir í tölvupósti Fjólu Hrundar Björnsdóttur, framkvæmdastjóra þingflokks Miðflokksins, til þingmanna annarra flokka þar sem óskað er eftir meðflutningsmanni. Yrði þetta frumvarp að veruleika myndi það aðeins hafa áhrif á gamla þingflokk Ólafs, Flokks fólksins. Hann telur hins vegar að hér sé um eðlilegt þingmál að ræða til að gæta aðhalds í ríkisrekstrinum. „Má vera að á þessu þingi skuli það aðeins hafa áhrif á einn flokk, en ástæða þess að ég vil leggja þetta mál fram er sú að ég tel eðlilegt að við gætum aðhalds. Þessu frumvarpi er ekki beint gegn neinum og af engum tekið. Ég vil aðeins að við förum vel með opinbert fé,“ segir Ólafur. Augljóst hefur verið upp á síðkastið að andað hefur köldu á milli Flokks fólksins og fyrrverandi liðsmanna hans sem reknir voru úr flokknum eftir uppákomuna á Klaustri í lok nóvember. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir Ólaf auðvitað verða að eiga þetta við sjálfan sig. „Ég hef enga sérstaka skoðun á frumvörpum Ólafs Ísleifssonar og ef hann vill fara þessa leið þá gerir hann það bara,“ segir Inga. „Það sjá hins vegar allir hvað hér er um að vera.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Flokkur fólksins Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun Rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira