Ræða verðtryggingu, vexti og skatta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. apríl 2019 15:56 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Það ræðst á næstu klukkustundum hvort skrifað verði undir kjarasamninga í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá daga. Stóru atriðin sem rætt er um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar. Um fjórtán klukkustunda löngum samningafundi VR, Eflingar og samflots fjögurra annarra stéttarfélaga var slitið eftir miðnætti í nótt þegar gengið var frá yfirlýsingu um meginlínur kjarasamninga sem ætlað er að gilda til 1. nóvember 2022. Samkomulagið nær til Samtaka atvinnulífsins og félaga verslunarmanna auk allra nítján félaga Starfsgreinasambandsins. Þeirra á meðal er fyrrnefnt samflot VR, Eflingar, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV, sem fundað hefur stíft hjá ríkissáttasemjara síðustu daga. Samkomulagið var þó gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda. Fundur hófst að nýju í morgun og hafa fulltrúar stjórnvalda fundað með deiluaðilum í dag. Á öðrum tímanum í dag sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að samningurinn væri ásættanlegur „Það er verið að tala um krónutöluhækkanir en það er svo margt annað inni í samningnum sem bæði hefur ekki verið gert áður og mun líka tryggja öruggar kaupmáttarkrónur fyrir okkar félagsmenn. Við erum að horfa á mögulegar vaxtalækkanir og síðan aðgerðarpakka frá stjórnvöldum," segir Ragnar.WOW hafði áhrif „Við erum því að tala um gríðarlega umfangsmikinn og flókinn kjarasamning sem er jafnframt mjög ásættanlegur miðað við þá stöðu sem hefur verið að koma upp í þjóðfélaginu undanfarið." Gjaldþrot WOW air hafi haft áhrif á viðræðurnar. „Ég held að þetta sé mjög ásættanleg niðurstaða miðað við hvernig spilast hefur úr málefnum stórs fyrirtækis og sömuleiðis þessum hörmulegu uppsögnum sem fylgdu í kjölfarið."Var það til þess að þið dróguð eitthvað í land með ykkar kröfur?„Jú, það er kannski hægt að segja að við höfum dregið í land með hluta en skerptum á öðrum kröfum."Fundað hefur verið stíft í Karphúsinu undanfarnar vikur.Vísir/vilhelm„Annars verður enginn samningur" Þetta velti þó allt á því að stjórnvöld komi að borðinu. „Annars verður enginn samningur," segir Ragnar. Hann segir stjórnvöld hafa sýnt mikinn samstarfsvilja hingað til. Enn vanti þó nokkuð upp á. „Það vantar aðeins upp á tvö stór mál sem við þurfum að klára ef þetta á að takast. Ég held að það sé til of mikils að vinna fyrir alla aðila, til að þessu verði leyft að fara í vaskinn á þessu stigi. Þannig ég leyfi mér að vera bjartsýnn, en þó hóflega bjartsýnn," segir Ragnar. Tvö stóru málin snúa annars vegar að vöxtum og verðtryggingu og hins vegar að skattamálum, að sögn Ragnars. Varðandi skattamálin er verið að ræða frekari útfærslur á þeim skattalækkunartillögum sem ríkisstjórnin kynnti í síðasta mánuði og hvort eitthvað frekara svigrúm sé til staðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er einnig verið að ræða um mögulegar breytingar á verðtryggingu og hafa fulltrúar Seðlabanka Íslands verið fengnir að borðinu til þess að fara yfir vaxtaumhverfið. Kjaramál Skattar Verkföll 2019 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Það ræðst á næstu klukkustundum hvort skrifað verði undir kjarasamninga í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá daga. Stóru atriðin sem rætt er um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar. Um fjórtán klukkustunda löngum samningafundi VR, Eflingar og samflots fjögurra annarra stéttarfélaga var slitið eftir miðnætti í nótt þegar gengið var frá yfirlýsingu um meginlínur kjarasamninga sem ætlað er að gilda til 1. nóvember 2022. Samkomulagið nær til Samtaka atvinnulífsins og félaga verslunarmanna auk allra nítján félaga Starfsgreinasambandsins. Þeirra á meðal er fyrrnefnt samflot VR, Eflingar, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV, sem fundað hefur stíft hjá ríkissáttasemjara síðustu daga. Samkomulagið var þó gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda. Fundur hófst að nýju í morgun og hafa fulltrúar stjórnvalda fundað með deiluaðilum í dag. Á öðrum tímanum í dag sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að samningurinn væri ásættanlegur „Það er verið að tala um krónutöluhækkanir en það er svo margt annað inni í samningnum sem bæði hefur ekki verið gert áður og mun líka tryggja öruggar kaupmáttarkrónur fyrir okkar félagsmenn. Við erum að horfa á mögulegar vaxtalækkanir og síðan aðgerðarpakka frá stjórnvöldum," segir Ragnar.WOW hafði áhrif „Við erum því að tala um gríðarlega umfangsmikinn og flókinn kjarasamning sem er jafnframt mjög ásættanlegur miðað við þá stöðu sem hefur verið að koma upp í þjóðfélaginu undanfarið." Gjaldþrot WOW air hafi haft áhrif á viðræðurnar. „Ég held að þetta sé mjög ásættanleg niðurstaða miðað við hvernig spilast hefur úr málefnum stórs fyrirtækis og sömuleiðis þessum hörmulegu uppsögnum sem fylgdu í kjölfarið."Var það til þess að þið dróguð eitthvað í land með ykkar kröfur?„Jú, það er kannski hægt að segja að við höfum dregið í land með hluta en skerptum á öðrum kröfum."Fundað hefur verið stíft í Karphúsinu undanfarnar vikur.Vísir/vilhelm„Annars verður enginn samningur" Þetta velti þó allt á því að stjórnvöld komi að borðinu. „Annars verður enginn samningur," segir Ragnar. Hann segir stjórnvöld hafa sýnt mikinn samstarfsvilja hingað til. Enn vanti þó nokkuð upp á. „Það vantar aðeins upp á tvö stór mál sem við þurfum að klára ef þetta á að takast. Ég held að það sé til of mikils að vinna fyrir alla aðila, til að þessu verði leyft að fara í vaskinn á þessu stigi. Þannig ég leyfi mér að vera bjartsýnn, en þó hóflega bjartsýnn," segir Ragnar. Tvö stóru málin snúa annars vegar að vöxtum og verðtryggingu og hins vegar að skattamálum, að sögn Ragnars. Varðandi skattamálin er verið að ræða frekari útfærslur á þeim skattalækkunartillögum sem ríkisstjórnin kynnti í síðasta mánuði og hvort eitthvað frekara svigrúm sé til staðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er einnig verið að ræða um mögulegar breytingar á verðtryggingu og hafa fulltrúar Seðlabanka Íslands verið fengnir að borðinu til þess að fara yfir vaxtaumhverfið.
Kjaramál Skattar Verkföll 2019 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira