Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Birgir Olgeirsson skrifar 2. apríl 2019 19:16 Til stóð að kynna sameiginlega yfirlýsingu vinnumarkaðarins og stjórnvalda í Ráðherrabústaðnum í kvöld en ekkert varð úr þeim fundi þar sem verkalýðshreyfingin vildi komast lengra í kjarasamningagerð áður en að því kæmi. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali við Heimi Má Pétursson í forsætisráðuneytinu rétt í þessu. Á blaðamannafundinum átti að kynna aðgerðir stjórnvalda til að greiða fyrir kjarasamningum og megin línur kjarasamninga. Katrín sagði stjórnvöld hafa nýtt allan daginn til að reka smiðshögg á vinnu sem varðar yfirlýsingu stjórnvalda og var meðal annars fundað með fulltrúum ASÍ og opinbera markaðarins. Er ætlunin að umfang aðgerða verði með þeim hætti að þær hafi áhrif efnahagslega og félagslega til lengri tíma. Hún sagði þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar byggja að miklu leyti á því sem áður hefur verið kynnt til sögunnar. Þar á meðal húsnæðismál, tillögur í skattamálum þannig að þær komi sem flestum að notum. Um sé að ræða gríðarlega réttlætistillögur að mati Katrínar sem nefndi þar þriggja þrepa skattkerfi. Katrín sagði ríkisstjórnina vilja koma sérstaklega til móts við ungt barnafólk en tekjusagan sýni að sá hópur hefur setið eftir þegar kemur að ráðstöfunartekjum. Þá sagði hún það yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar að draga úr vægi verðtryggingar hér á landi og séu allir sem komi að þessum tillögum sammála um mikilvægi þess að skoða skilyrði fyrir lægri vöxtum. Þeir sem ekki komast inn á fasteignamarkað eru einnig hópur sem stjórnvöld horfa til en Katrín lagði áherslu á að þessi yfirlýsing, sem stendur til að kynna, hafi orðið til á undanförnum mánuði í samráði við aðila vinnumarkaðarins. Hún sagðist hafa fulla trú á því að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlar að kynna komi til með að liðka fyrir kjaraviðræðum og vonaðist til að deiluaðilar í yfirstandandi kjaraviðræðum nái saman. Alþingi Verkföll 2019 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Til stóð að kynna sameiginlega yfirlýsingu vinnumarkaðarins og stjórnvalda í Ráðherrabústaðnum í kvöld en ekkert varð úr þeim fundi þar sem verkalýðshreyfingin vildi komast lengra í kjarasamningagerð áður en að því kæmi. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali við Heimi Má Pétursson í forsætisráðuneytinu rétt í þessu. Á blaðamannafundinum átti að kynna aðgerðir stjórnvalda til að greiða fyrir kjarasamningum og megin línur kjarasamninga. Katrín sagði stjórnvöld hafa nýtt allan daginn til að reka smiðshögg á vinnu sem varðar yfirlýsingu stjórnvalda og var meðal annars fundað með fulltrúum ASÍ og opinbera markaðarins. Er ætlunin að umfang aðgerða verði með þeim hætti að þær hafi áhrif efnahagslega og félagslega til lengri tíma. Hún sagði þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar byggja að miklu leyti á því sem áður hefur verið kynnt til sögunnar. Þar á meðal húsnæðismál, tillögur í skattamálum þannig að þær komi sem flestum að notum. Um sé að ræða gríðarlega réttlætistillögur að mati Katrínar sem nefndi þar þriggja þrepa skattkerfi. Katrín sagði ríkisstjórnina vilja koma sérstaklega til móts við ungt barnafólk en tekjusagan sýni að sá hópur hefur setið eftir þegar kemur að ráðstöfunartekjum. Þá sagði hún það yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar að draga úr vægi verðtryggingar hér á landi og séu allir sem komi að þessum tillögum sammála um mikilvægi þess að skoða skilyrði fyrir lægri vöxtum. Þeir sem ekki komast inn á fasteignamarkað eru einnig hópur sem stjórnvöld horfa til en Katrín lagði áherslu á að þessi yfirlýsing, sem stendur til að kynna, hafi orðið til á undanförnum mánuði í samráði við aðila vinnumarkaðarins. Hún sagðist hafa fulla trú á því að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlar að kynna komi til með að liðka fyrir kjaraviðræðum og vonaðist til að deiluaðilar í yfirstandandi kjaraviðræðum nái saman.
Alþingi Verkföll 2019 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira