Innlent

Enginn með allar tölur réttar í Víkinga­lottói

Atli Ísleifsson skrifar
Heppinn miðahafi á Íslandi var með fimm aðaltölur réttar og vann sá 1,8 milljónir króna.
Heppinn miðahafi á Íslandi var með fimm aðaltölur réttar og vann sá 1,8 milljónir króna. vísir/vilhelm
Enginn var með allar tölur réttar í Víkingalottói í útdrætti kvöldsins. Potturinn stóð í um 778 milljónum króna.Í fréttatilkynningu frá Íslenskri getspá segir að enginn hafi heldur verið með 2. vinning, það er allar sex tölurnar réttar.Heppinn miðahafi á Íslandi var með fimm aðaltölur réttar og vann sá 1,8 milljónir króna, en miðinn var seldur í Skálanum við Strandgötu í Sandgerði.Tveir voru með fjórar tölur réttar í réttri röð í Jókerútdrætti kvöldsins og unnu þeir 100 þúsund krónur hvor. Annar miðinn var seldur á lotto.is en hinn var í áskrift.Aðaltölurnar í útdrætti kvöldsins voru 3, 15, 32, 37, 44 og 47. Víkingatalan var 3. Tölurnar í Jókernum voru 7-3-4-3-9.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.