Innlent

Enginn með allar tölur réttar í Víkinga­lottói

Atli Ísleifsson skrifar
Heppinn miðahafi á Íslandi var með fimm aðaltölur réttar og vann sá 1,8 milljónir króna.
Heppinn miðahafi á Íslandi var með fimm aðaltölur réttar og vann sá 1,8 milljónir króna. vísir/vilhelm

Enginn var með allar tölur réttar í Víkingalottói í útdrætti kvöldsins. Potturinn stóð í um 778 milljónum króna.

Í fréttatilkynningu frá Íslenskri getspá segir að enginn hafi heldur verið með 2. vinning, það er allar sex tölurnar réttar.

Heppinn miðahafi á Íslandi var með fimm aðaltölur réttar og vann sá 1,8 milljónir króna, en miðinn var seldur í Skálanum við Strandgötu í Sandgerði.

Tveir voru með fjórar tölur réttar í réttri röð í Jókerútdrætti kvöldsins og unnu þeir 100 þúsund krónur hvor. Annar miðinn var seldur á lotto.is en hinn var í áskrift.

Aðaltölurnar í útdrætti kvöldsins voru 3, 15, 32, 37, 44 og 47. Víkingatalan var 3. Tölurnar í Jókernum voru 7-3-4-3-9.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.