Segir óvandaðar umfjallanir hafa haft áhrif á viðhorf fólks Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. apríl 2019 14:19 Skipuleggjendur fundarins ásamt talsmanni ESA. Frá vinstri: Halldór Fannar Kristjánsson, Roger Odeberger, Agnar Már Júlíusson, Hákon Bragi Magnússon. Erna Ýr/Viljinn Halldór Fannar Kristjánsson, einn skipuleggjenda kynningarfundar á námsskrá European Security Academy, eða ESA, sem fara átti fram á Grand Hotel í dag, segir misskilnings gæta um eðli fundarins. Hann segir óvandaðar umfjallanir hafa haft áhrif á viðhorf fólks til viðburðarins. Halldór segir tilgang fundarins aðeins vera að kynna námsskrá European Security Academy herskólans, og þau námskeið sem standi til boða að sækja hjá skólanum. Skipuleggjendur fundarins eru, ásamt Halldóri, þeir Hákon Bragi Magnússon og Agnar Már Júlíusson. Þeir hafa báðir sótt þjálfun hjá ESA.Stundin hafði áður fjallað um kynningarfundinn og tók þar til dæmi um fólk sem hefði hug á því að sækja sér þjálfun hjá ESA í því skyni að verjast meintum straumi innflytjenda hingað til lands. Meðal þeirra er María Magnúsdóttir, stjórnarmeðlimur Frelsisflokksins. Í samtali við miðilinn sagðist hún almennt ekki vera hlynnt skotvopnum en hún sé þó „tilbúin til að nota þau á innflytjendur,“ eftir því sem fram kemur í umfjöllun Stundarinnar. Í samtali Viljans við Halldór og aðra skipuleggjendur fundarins kemur fram að ekki standi til að námskeið á vegum ESA fari fram á Íslandi heldur aðeins áður nefndur kynningarfundur þar sem námsefni skólans yrði kynnt. Þar kemur einnig fram að kynningin sé ótengd hvers konar stjórnmálasamtökum. Hún sé ókeypis og opin öllum. Þá hafi Facebook síða kynningarinnar, European Security Academy in Iceland, aðeins verið stofnuð í kring um fyrirhugaðan kynningarfund. Umsjónarmaður síðunnar, Sigurfreyr Jónasson, stendur einnig á bak við samtökin Vakur, sem eru „samtök um evrópska menningu.“ Hann hafi komið Halldóri og öðrum skipuleggjendum í samband við Roger Odeberger, sem til stóð að héldi kynningarfundinn fyrir hönd ESA.Hafnar því að hafa villt á sér heimildir Aðspurður út í ummæli rekstrarstjóra Sólons, þar sem til stóð að halda kynningarfundinn eftir að Grand Hótel hætti við að hýsa viðburðinn, um að skipuleggjendur hafi siglt undir fölsku flaggi og þannig fengið vilyrði um að fá að halda viðburðinn vísar Halldór því alfarið á bug. „Ég var mjög opinn og sagði honum að það hafi verið fjölmiðlafár í kring um þetta og við hefðum verið að missa staðsetningu. Ég hefði líka skýrt það nánar fyrir honum þegar ég mætti niður eftir. Þetta var algjörlega á hraði og við vorum að reyna að finna einhverja skyndilausn til að koma þarna inn og tala. Ég vísa því algjörlega á bug að ég hafi vísvitandi verið að villa á mér heimildir.“ Hann segir rekstrarstjóra Sólons hafa verið mjög opinn fyrir því að viðburðurinn yrði haldinn í húsakynnum staðarins þegar skipuleggjendur komu að máli við hann um það. „En, þegar það koma óvandaðar umfjallanir í loftið þá er rosalega erfitt að snúa því við þó að það sé loksins farin að koma einhver mynd þar sem að ESA og stjórn skólans er sjálf spurð álits,“ segir Halldór en í umfjöllun Viljans var haft var samband við Bartosz Bryl, forstjóra ESA í Póllandi, og hann furðaði sig á fréttaflutningi af ESA á Íslandi. Reykjavík Tengdar fréttir Vopnaburðarnámskeiði úthýst af Grand Hótel: „Ekki í mínu húsi“ Til stóð að European Security Academy héldi námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum á hótelinu í dag. 6. apríl 2019 10:54 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Halldór Fannar Kristjánsson, einn skipuleggjenda kynningarfundar á námsskrá European Security Academy, eða ESA, sem fara átti fram á Grand Hotel í dag, segir misskilnings gæta um eðli fundarins. Hann segir óvandaðar umfjallanir hafa haft áhrif á viðhorf fólks til viðburðarins. Halldór segir tilgang fundarins aðeins vera að kynna námsskrá European Security Academy herskólans, og þau námskeið sem standi til boða að sækja hjá skólanum. Skipuleggjendur fundarins eru, ásamt Halldóri, þeir Hákon Bragi Magnússon og Agnar Már Júlíusson. Þeir hafa báðir sótt þjálfun hjá ESA.Stundin hafði áður fjallað um kynningarfundinn og tók þar til dæmi um fólk sem hefði hug á því að sækja sér þjálfun hjá ESA í því skyni að verjast meintum straumi innflytjenda hingað til lands. Meðal þeirra er María Magnúsdóttir, stjórnarmeðlimur Frelsisflokksins. Í samtali við miðilinn sagðist hún almennt ekki vera hlynnt skotvopnum en hún sé þó „tilbúin til að nota þau á innflytjendur,“ eftir því sem fram kemur í umfjöllun Stundarinnar. Í samtali Viljans við Halldór og aðra skipuleggjendur fundarins kemur fram að ekki standi til að námskeið á vegum ESA fari fram á Íslandi heldur aðeins áður nefndur kynningarfundur þar sem námsefni skólans yrði kynnt. Þar kemur einnig fram að kynningin sé ótengd hvers konar stjórnmálasamtökum. Hún sé ókeypis og opin öllum. Þá hafi Facebook síða kynningarinnar, European Security Academy in Iceland, aðeins verið stofnuð í kring um fyrirhugaðan kynningarfund. Umsjónarmaður síðunnar, Sigurfreyr Jónasson, stendur einnig á bak við samtökin Vakur, sem eru „samtök um evrópska menningu.“ Hann hafi komið Halldóri og öðrum skipuleggjendum í samband við Roger Odeberger, sem til stóð að héldi kynningarfundinn fyrir hönd ESA.Hafnar því að hafa villt á sér heimildir Aðspurður út í ummæli rekstrarstjóra Sólons, þar sem til stóð að halda kynningarfundinn eftir að Grand Hótel hætti við að hýsa viðburðinn, um að skipuleggjendur hafi siglt undir fölsku flaggi og þannig fengið vilyrði um að fá að halda viðburðinn vísar Halldór því alfarið á bug. „Ég var mjög opinn og sagði honum að það hafi verið fjölmiðlafár í kring um þetta og við hefðum verið að missa staðsetningu. Ég hefði líka skýrt það nánar fyrir honum þegar ég mætti niður eftir. Þetta var algjörlega á hraði og við vorum að reyna að finna einhverja skyndilausn til að koma þarna inn og tala. Ég vísa því algjörlega á bug að ég hafi vísvitandi verið að villa á mér heimildir.“ Hann segir rekstrarstjóra Sólons hafa verið mjög opinn fyrir því að viðburðurinn yrði haldinn í húsakynnum staðarins þegar skipuleggjendur komu að máli við hann um það. „En, þegar það koma óvandaðar umfjallanir í loftið þá er rosalega erfitt að snúa því við þó að það sé loksins farin að koma einhver mynd þar sem að ESA og stjórn skólans er sjálf spurð álits,“ segir Halldór en í umfjöllun Viljans var haft var samband við Bartosz Bryl, forstjóra ESA í Póllandi, og hann furðaði sig á fréttaflutningi af ESA á Íslandi.
Reykjavík Tengdar fréttir Vopnaburðarnámskeiði úthýst af Grand Hótel: „Ekki í mínu húsi“ Til stóð að European Security Academy héldi námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum á hótelinu í dag. 6. apríl 2019 10:54 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Vopnaburðarnámskeiði úthýst af Grand Hótel: „Ekki í mínu húsi“ Til stóð að European Security Academy héldi námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum á hótelinu í dag. 6. apríl 2019 10:54