Rúmur fjórðungur vill flytja inn kjöt frá Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2019 13:01 Könnunin bendir til þess að Íslendingur séu almennt á móti innflutningi á evrópsku kjöti. Fréttablaðið/Stefán Rúmlega helmingur svarenda í nýrri skoðanakönnun MMR segist andvígur því að leyfa innflutning á fersku kjöti frá Evrópu en rétt rúmur fjórðungur er því fylgjandi. Yngra fólk hefur merkjanlegra frjálslyndara viðhorf til innflutnings en eldra ef marka má könnunina. Spurt var út í afstöðu fólks til innflutnings á fersku kjöti frá löndum á evrópska efnahagssvæðinu (EES). Af þeim sem svöruðu sögðust 55% andvígur en 27% fylgjandi. Þar af sögðust 38% mjög andvíg innflutningnum, 18% frekar andvíg og 17% hvorki fylgjandi né andvíg. Um 15% voru frekar fylgjandi og 12% mjög fylgjandi. Andstaðan við innflutninginn eykst með aldri í könnuninni. Þannig sögðust 70% fólks á aldrinu 68 ára og eldri frekar eða mjög andvíg en 52% fólks á aldrinum 18-29 ára. Í aldurshópnum 30-49 ára voru 49% andsnúin innflutningi á kjöti. Mestur stuðningur við innflutninginn var í aldurshópnum 30-49 ára, rétt um þriðjungur, en minnstur í í yngsta aldurhópnum, um fimmtungur. Konur höfðu meiri efasemdir um innflutninginn en karlar. Um 63% kvenna voru andvígar honum en 48% karla. Þá voru íbúar á höfuðborgarsvæðinu mun líklegri til að aðhyllast frjálsan innflutning á kjöti en landsbyggðarbúar. Yfir helmingur landsbyggðarbúa sagðist mjög andvígur innflutningnum en þriðjungur höfuðborgarbúa sagðist honum fylgjandi. Þegar litið er til stuðnings við stjórnmálaflokka nýtur innflutningur á kjöti mestrar hylli hjá stuðningsmönnum Viðreisnar (68%), Samfylkingar (51%) og Pírata (46%). Mest andstaða var í röðum framsóknarfólks (82%), miðflokksfólks (80%) og vinstrigrænna (78%). Landbúnaður Neytendur Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Rúmlega helmingur svarenda í nýrri skoðanakönnun MMR segist andvígur því að leyfa innflutning á fersku kjöti frá Evrópu en rétt rúmur fjórðungur er því fylgjandi. Yngra fólk hefur merkjanlegra frjálslyndara viðhorf til innflutnings en eldra ef marka má könnunina. Spurt var út í afstöðu fólks til innflutnings á fersku kjöti frá löndum á evrópska efnahagssvæðinu (EES). Af þeim sem svöruðu sögðust 55% andvígur en 27% fylgjandi. Þar af sögðust 38% mjög andvíg innflutningnum, 18% frekar andvíg og 17% hvorki fylgjandi né andvíg. Um 15% voru frekar fylgjandi og 12% mjög fylgjandi. Andstaðan við innflutninginn eykst með aldri í könnuninni. Þannig sögðust 70% fólks á aldrinu 68 ára og eldri frekar eða mjög andvíg en 52% fólks á aldrinum 18-29 ára. Í aldurshópnum 30-49 ára voru 49% andsnúin innflutningi á kjöti. Mestur stuðningur við innflutninginn var í aldurshópnum 30-49 ára, rétt um þriðjungur, en minnstur í í yngsta aldurhópnum, um fimmtungur. Konur höfðu meiri efasemdir um innflutninginn en karlar. Um 63% kvenna voru andvígar honum en 48% karla. Þá voru íbúar á höfuðborgarsvæðinu mun líklegri til að aðhyllast frjálsan innflutning á kjöti en landsbyggðarbúar. Yfir helmingur landsbyggðarbúa sagðist mjög andvígur innflutningnum en þriðjungur höfuðborgarbúa sagðist honum fylgjandi. Þegar litið er til stuðnings við stjórnmálaflokka nýtur innflutningur á kjöti mestrar hylli hjá stuðningsmönnum Viðreisnar (68%), Samfylkingar (51%) og Pírata (46%). Mest andstaða var í röðum framsóknarfólks (82%), miðflokksfólks (80%) og vinstrigrænna (78%).
Landbúnaður Neytendur Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?