Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Heimir Már Pétursson skrifar 9. apríl 2019 12:00 Þorsteinn Víglundsson er þingmaður Viðreisnar. vísir/vilhelm Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. Þingmenn hafa enn ekki komist í að ræða frumvörp vegna málsins og eru enn í fyrri umferð umræðna um þingsályktun utanríkisráðherra um málið. Tuttugu og tveir þingmenn eru enn á mælendaskrá við framhald fyrri umræðunnar um þingsályktun utanríkisráðherra um innleiðingu þriðja orkupakkans. Þegar búið er að ræða þingsályktunina þarf að afgreiða tvö stjórnarfrumvörp ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra um málið og þingsályktunartillögu hennar vegna málsins. Þau fjalla um breytt hlutverk Orkustofnunar Íslands meðal annars varðandi eftirlit, uppbyggingu flutningskerfis raforku. Málin snúa öll að ákvæðum um neytendavernd og aðskilnað dreifingar og framleiðslu á raforku. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar gagnrýndi málflutning andstæðinga innleiðingarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði þá mála skrattann á vegginn. En margir einarðir andstæðingar Evrópusambandsins úr Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki , Vinstri grænum og Miðflokki hafa safnast saman undir heitinu Orkan okkar. „Þeim málflutningi sem beitt er í þessu máli er dæmigerður fyrir það sem við sjáum vaxandi hjá þeim sem ég kalla lýðskrumara eða þjóðernispopúlista í Evrópu og víðar. Það er verið að fara mjög frjálslega með staðreyndir mála eða jafnvel hreinar rangfærslur í málflutningi. Það er verið að reyna að tengja einhver hughrif fólks við að það sé verið að vega að sjálfstæði eða vega að auðlindum þjóðarinnar eins og í þessu tilfelli,“ sagði Þorsteinn. Þótt þriðji orkupakkinn fjalli um sameiginlegan orkumarkað Evrópusambandsins selja Íslendingar ekki orku til Evrópu og kaupa hana heldur ekki þaðan. Þá liggur fyrir sameiginlegur skilningur íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins um að ákvæði um orkuverð nái ekki til Íslands á meðan enginn sæstrengur er héðan til sambandsins og að slíkur strengur verði ekki lagður án lagasetningar á Alþingi. Þá verði ágreiningur um orkupakkana tekinn fyrir hjá Eftirlitsstofnun EFTA en ekki innan ESB. Árið 2008 voru síðan sett lög sem banna að orkuauðlindir eða eignarhlutir í orkufyrirtækjum yrðu seldar úr eigu ríkis og sveitarfélaga. „Það er ekki tilgangur þessa sameiginlega raforkumarkaðar að skipta sér að því hvað einstök ríki vilja gera. Hvort þau vilji virkja eða ekki virkja, hvort þau vilji bora eftir olíu eða ekki bora eftir olíu og svo framvegis. Það er verið að tengja saman flutningsnetin og búa til regluverkið utan um það. Svo tökum við okkar sjálfstæðu ákvarðanir út frá þeim grunni,“ sagði Þorsteinn Víglundsson. Alþingi Orkumál Viðreisn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Tekist á um hvort Ísland afsali ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku Tekist er á hvort Ísland afsali sér heimildir, vald eða ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku og hvort við séum að framselja þannig fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunnar Evrópu verði Þriðji orku pakkinn samþykktur. 8. apríl 2019 19:37 Orkupakkinn á dagskrá í dag Fyrri umræða um þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um þriðja orkupakka ESB hefst á Alþingi í dag. 8. apríl 2019 06:15 Segir umræðuna of sjálfhverfa Gagnsemi þriðja orkupakkans snýst ekki bara um hagsmuni Íslendinga segir þingmaður. Sæstrengur verður ekki lagður héðan nema með heimild Alþingis. Deilt um fullveldi og auðlindir á Alþingi í gær. 9. apríl 2019 06:15 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. Þingmenn hafa enn ekki komist í að ræða frumvörp vegna málsins og eru enn í fyrri umferð umræðna um þingsályktun utanríkisráðherra um málið. Tuttugu og tveir þingmenn eru enn á mælendaskrá við framhald fyrri umræðunnar um þingsályktun utanríkisráðherra um innleiðingu þriðja orkupakkans. Þegar búið er að ræða þingsályktunina þarf að afgreiða tvö stjórnarfrumvörp ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra um málið og þingsályktunartillögu hennar vegna málsins. Þau fjalla um breytt hlutverk Orkustofnunar Íslands meðal annars varðandi eftirlit, uppbyggingu flutningskerfis raforku. Málin snúa öll að ákvæðum um neytendavernd og aðskilnað dreifingar og framleiðslu á raforku. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar gagnrýndi málflutning andstæðinga innleiðingarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði þá mála skrattann á vegginn. En margir einarðir andstæðingar Evrópusambandsins úr Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki , Vinstri grænum og Miðflokki hafa safnast saman undir heitinu Orkan okkar. „Þeim málflutningi sem beitt er í þessu máli er dæmigerður fyrir það sem við sjáum vaxandi hjá þeim sem ég kalla lýðskrumara eða þjóðernispopúlista í Evrópu og víðar. Það er verið að fara mjög frjálslega með staðreyndir mála eða jafnvel hreinar rangfærslur í málflutningi. Það er verið að reyna að tengja einhver hughrif fólks við að það sé verið að vega að sjálfstæði eða vega að auðlindum þjóðarinnar eins og í þessu tilfelli,“ sagði Þorsteinn. Þótt þriðji orkupakkinn fjalli um sameiginlegan orkumarkað Evrópusambandsins selja Íslendingar ekki orku til Evrópu og kaupa hana heldur ekki þaðan. Þá liggur fyrir sameiginlegur skilningur íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins um að ákvæði um orkuverð nái ekki til Íslands á meðan enginn sæstrengur er héðan til sambandsins og að slíkur strengur verði ekki lagður án lagasetningar á Alþingi. Þá verði ágreiningur um orkupakkana tekinn fyrir hjá Eftirlitsstofnun EFTA en ekki innan ESB. Árið 2008 voru síðan sett lög sem banna að orkuauðlindir eða eignarhlutir í orkufyrirtækjum yrðu seldar úr eigu ríkis og sveitarfélaga. „Það er ekki tilgangur þessa sameiginlega raforkumarkaðar að skipta sér að því hvað einstök ríki vilja gera. Hvort þau vilji virkja eða ekki virkja, hvort þau vilji bora eftir olíu eða ekki bora eftir olíu og svo framvegis. Það er verið að tengja saman flutningsnetin og búa til regluverkið utan um það. Svo tökum við okkar sjálfstæðu ákvarðanir út frá þeim grunni,“ sagði Þorsteinn Víglundsson.
Alþingi Orkumál Viðreisn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Tekist á um hvort Ísland afsali ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku Tekist er á hvort Ísland afsali sér heimildir, vald eða ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku og hvort við séum að framselja þannig fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunnar Evrópu verði Þriðji orku pakkinn samþykktur. 8. apríl 2019 19:37 Orkupakkinn á dagskrá í dag Fyrri umræða um þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um þriðja orkupakka ESB hefst á Alþingi í dag. 8. apríl 2019 06:15 Segir umræðuna of sjálfhverfa Gagnsemi þriðja orkupakkans snýst ekki bara um hagsmuni Íslendinga segir þingmaður. Sæstrengur verður ekki lagður héðan nema með heimild Alþingis. Deilt um fullveldi og auðlindir á Alþingi í gær. 9. apríl 2019 06:15 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Tekist á um hvort Ísland afsali ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku Tekist er á hvort Ísland afsali sér heimildir, vald eða ákvörðunarrétt til Evrópusambandsins með íslenska raforku og hvort við séum að framselja þannig fullveldi Íslands til nýrrar orkustofnunnar Evrópu verði Þriðji orku pakkinn samþykktur. 8. apríl 2019 19:37
Orkupakkinn á dagskrá í dag Fyrri umræða um þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um þriðja orkupakka ESB hefst á Alþingi í dag. 8. apríl 2019 06:15
Segir umræðuna of sjálfhverfa Gagnsemi þriðja orkupakkans snýst ekki bara um hagsmuni Íslendinga segir þingmaður. Sæstrengur verður ekki lagður héðan nema með heimild Alþingis. Deilt um fullveldi og auðlindir á Alþingi í gær. 9. apríl 2019 06:15