Áhersla á vistvæna hönnun orðin meiri Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 30. mars 2019 16:47 Ragna Sara Jónsdóttir, eigandi hönnunarfyrirtækisins FÓLKs. Skjáskot/Stöð 2 Hitt var á Rögnu Söru Jónsdóttur, eiganda FÓLKs og Eyjólf Pálsson, forstjóra Epal í þætti Íslands í dag á Stöð 2 í gær. Sindri Sindrason hitti fyrst á Rögnu sem stofnaði hönnunarfyrirtækið FÓLK fyrir tveimur árum síðan en það hefur komið eins og stormsveipur inn á íslenskan markað. Hjá fyrirtækinu eru þrír hönnuðir og hafa þeir allir það markmið að leiðarljósi að hönnun þeirra sé vistvæn. Fyrirtækið er nú með sýningu á vörulínum sínum á Klapparstíg 29, sem ber heitið FÓLK – staðbundið landslag og mun hún standa yfir þar til kl. 17 sunnudaginn 31. mars. Vörur merkisins hafa vakið mikla lukku á alþjóðavettvangi og fengu tækifæri til að selja vörur sínar tímabundið í Illums Bolighus í Kaupmannahöfn. Einn hönnuður fyrirtækisins, Theodóra Alfreðsdóttir hefur verið að hanna lampa fyrir fyrirtækið m.a. úr plötum sem búnar eru til úr endurunnum textíl og hefur verið að nota gömul sængurföt af spítölum. Ragna segir ástæðuna fyrir því að íslensk hönnun sé ekki meira áberandi á erlendum markaði sú að upp á markaðssetningu vanti „Við erum að reyna að búa til fyrirtæki sem er samkeppnishæft við erlend hönnunarmerki, af því að hæfileikarnir hjá íslenskum hönnuðum eru svo sannarlega til staðar en okkar hlutverk er að koma hönnun þeirra í það form að þið getið verslað þetta á samkeppnishæfu verði.“ Markmið Rögnu fyrir fyrirtækið eru skýr „Ég vil að sjálfsögðu að vörur fólks fáist í fínustu búðum í Evrópu, bandaríkjunum og asíu og svo vil ég vera komin með fleiri hönnuði í samstarf og vera þekkt fyrir gæði og mjög umhverfisvænar vörur sem passa inn í þetta hringrásarhagkerfi sem við erum að fást við núna, en það er að vörurnar lendi ekki í landfyllingu eða að þær hafi skamman líftíma.“ Eyjólfur í Epal hefur stutt mikið við íslenska hönnun í gegnum árin auk þess sem Epal hefur verið þekkt fyrir að selja erlenda hönnun og þá sérstaklega danska. Epal hefur verið virkt í Hönnunarmars, sem er nú haldið í 11 sinn, og er stórt rými í búðinni sérstaklega tileinkað íslenskri hönnun á meðan á Hönnunarmars stendur. Eyjólfur leggur einnig áherslu á vistvæni hönnunarvara, „Þetta er spurning um skynsemi. Ætlarðu að eiga hlutinn lengi eða ætlarðu að kaupa þér eitthvað ódýrt dót sem endist í stuttan tíma og henda því, hvað er vistvænna?“ HönnunarMars Tíska og hönnun Umhverfismál Tengdar fréttir Suðupottur hönnunar í borginni HönnunarMars stendur nú yfir og lýkur á sunnudag. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir ýmist af íslenskum hönnuðum og arkitektum, fyrirtækjum eða stofnunum, en þátttakendur hátíðarinnar eru um 400 ár hvert. 30. mars 2019 11:00 Mest lesið Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið „Finnst ég vera að uppskera erfiði ævi minnar“ Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fleiri fréttir „Finnst ég vera að uppskera erfiði ævi minnar“ Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Sjá meira
Hitt var á Rögnu Söru Jónsdóttur, eiganda FÓLKs og Eyjólf Pálsson, forstjóra Epal í þætti Íslands í dag á Stöð 2 í gær. Sindri Sindrason hitti fyrst á Rögnu sem stofnaði hönnunarfyrirtækið FÓLK fyrir tveimur árum síðan en það hefur komið eins og stormsveipur inn á íslenskan markað. Hjá fyrirtækinu eru þrír hönnuðir og hafa þeir allir það markmið að leiðarljósi að hönnun þeirra sé vistvæn. Fyrirtækið er nú með sýningu á vörulínum sínum á Klapparstíg 29, sem ber heitið FÓLK – staðbundið landslag og mun hún standa yfir þar til kl. 17 sunnudaginn 31. mars. Vörur merkisins hafa vakið mikla lukku á alþjóðavettvangi og fengu tækifæri til að selja vörur sínar tímabundið í Illums Bolighus í Kaupmannahöfn. Einn hönnuður fyrirtækisins, Theodóra Alfreðsdóttir hefur verið að hanna lampa fyrir fyrirtækið m.a. úr plötum sem búnar eru til úr endurunnum textíl og hefur verið að nota gömul sængurföt af spítölum. Ragna segir ástæðuna fyrir því að íslensk hönnun sé ekki meira áberandi á erlendum markaði sú að upp á markaðssetningu vanti „Við erum að reyna að búa til fyrirtæki sem er samkeppnishæft við erlend hönnunarmerki, af því að hæfileikarnir hjá íslenskum hönnuðum eru svo sannarlega til staðar en okkar hlutverk er að koma hönnun þeirra í það form að þið getið verslað þetta á samkeppnishæfu verði.“ Markmið Rögnu fyrir fyrirtækið eru skýr „Ég vil að sjálfsögðu að vörur fólks fáist í fínustu búðum í Evrópu, bandaríkjunum og asíu og svo vil ég vera komin með fleiri hönnuði í samstarf og vera þekkt fyrir gæði og mjög umhverfisvænar vörur sem passa inn í þetta hringrásarhagkerfi sem við erum að fást við núna, en það er að vörurnar lendi ekki í landfyllingu eða að þær hafi skamman líftíma.“ Eyjólfur í Epal hefur stutt mikið við íslenska hönnun í gegnum árin auk þess sem Epal hefur verið þekkt fyrir að selja erlenda hönnun og þá sérstaklega danska. Epal hefur verið virkt í Hönnunarmars, sem er nú haldið í 11 sinn, og er stórt rými í búðinni sérstaklega tileinkað íslenskri hönnun á meðan á Hönnunarmars stendur. Eyjólfur leggur einnig áherslu á vistvæni hönnunarvara, „Þetta er spurning um skynsemi. Ætlarðu að eiga hlutinn lengi eða ætlarðu að kaupa þér eitthvað ódýrt dót sem endist í stuttan tíma og henda því, hvað er vistvænna?“
HönnunarMars Tíska og hönnun Umhverfismál Tengdar fréttir Suðupottur hönnunar í borginni HönnunarMars stendur nú yfir og lýkur á sunnudag. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir ýmist af íslenskum hönnuðum og arkitektum, fyrirtækjum eða stofnunum, en þátttakendur hátíðarinnar eru um 400 ár hvert. 30. mars 2019 11:00 Mest lesið Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið „Finnst ég vera að uppskera erfiði ævi minnar“ Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fleiri fréttir „Finnst ég vera að uppskera erfiði ævi minnar“ Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk ekki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Sjá meira
Suðupottur hönnunar í borginni HönnunarMars stendur nú yfir og lýkur á sunnudag. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir ýmist af íslenskum hönnuðum og arkitektum, fyrirtækjum eða stofnunum, en þátttakendur hátíðarinnar eru um 400 ár hvert. 30. mars 2019 11:00