Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að hjálpa fyrirtækjum í rekstrarvanda Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2019 11:45 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að koma fyrirtækjum eins og WOW AIR til hjálpar vegna rekstrarvanda. Hins vegar horfi stjórnvöld til þjóðarhags og eigi að lina áhrif af áföllum til að draga úr atvinnuleysi og viðhalda hagvexti. Stefnt er að því að viðræðum WOW AIR og Inidigo Partners um samstarf ljúki innan níu daga.Fréttablaðið greinir frá því í dag að WOW AIR hafi falast eftir ríkisábyrgð um síðustu helgi á lán frá Arion banka til að tryggja rekstur félagsins til skemmri tíma. Þá segir á Túristi punktur is að vafi leiki á að Indigo Partners eigi enn í viðræðum við WOW AIR um aðkomu að félaginu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sat fyrir svörum hjá Helgu Valfells á hádegisfundi Félags Viðskipta- og hagfræðinga á Grand hóteli í gær þar sem hann var meðal annars spurður um stöðu flugfélaganna. Hann sagði vöxt ferðaþjónustunnar á undanförnum árum hafa ráðið styrkingu krónunnar þegar hún var sem mest og gjaldeyrisforði Seðlabankans hafi nánast allur verið byggður upp af ferðaþjónustunni. „Þannig að þetta er algerlega búið að breyta Íslandi. Ísland er bara allt annað efnahagskerfi eftir að ferðaþjónustan stækkaði þetta mikið. En það er að sama skapi mikið áhyggjuefni að þessi rekstur er gríðarlega erfiður. Bæði félögin eru með risatap í fyrra og það er tvísýnt með endurfjármögnun hjá WOW AIR greinilega miðað við þær fréttir sem eru opinberar. Það er verið að lengja frestina og þeir eru í einhverjum skilningi að róa lífróður greinilega,“ sagði Bjarni. Þessi staða væri ein af þremur ógnum við efnahagslífið á þessu ári ásamt loðnubresti og stöðunni á vinnumarkaði þótt hann teldi möguleika ferðaþjónustunnar til framtíðar nánast óendanlega. Þrátt fyrir þetta sagði Bjarni aðspurður að það væri ekki hlutverk ríkisins að koma félögum í hallarekstri og rekstrarerfiðleikum til hjálpar og erfitt að setja slíkt fordæmi. „Hins vegar erum við mjög að reyna að meta áhrifin á hagkerfið af því ef yrðu áföll hérna. Ég held að við myndum alltaf í hverju sem við myndum gera horfa til þess hvað er að koma þjóðarhag best án þess að setja slæm fordæmi. Þannig að mín persónulega sannfæring er að við eigum ekki að skipta okkur af svona rekstrarvandamálum. En við eigum hins vegar að gera það sem við getum til að lina áfallið fyrir hagkerfið og draga úr atvinnuleysi og viðhalda hagvexti ef við höfum einhverju hlutverki þar að gegna,“ sagði Bjarni Benediktsson. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Wow sagt núna álitlegri kostur fyrir Icelandair Staða Skúla Mogensen í erfiðum samningaviðræðum um framtíð WOW-flugfélagsins hefur breyst á síðustu sólarhringum, vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX þota. 17. mars 2019 06:00 Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. 20. mars 2019 10:38 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk ríkisins að koma fyrirtækjum eins og WOW AIR til hjálpar vegna rekstrarvanda. Hins vegar horfi stjórnvöld til þjóðarhags og eigi að lina áhrif af áföllum til að draga úr atvinnuleysi og viðhalda hagvexti. Stefnt er að því að viðræðum WOW AIR og Inidigo Partners um samstarf ljúki innan níu daga.Fréttablaðið greinir frá því í dag að WOW AIR hafi falast eftir ríkisábyrgð um síðustu helgi á lán frá Arion banka til að tryggja rekstur félagsins til skemmri tíma. Þá segir á Túristi punktur is að vafi leiki á að Indigo Partners eigi enn í viðræðum við WOW AIR um aðkomu að félaginu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sat fyrir svörum hjá Helgu Valfells á hádegisfundi Félags Viðskipta- og hagfræðinga á Grand hóteli í gær þar sem hann var meðal annars spurður um stöðu flugfélaganna. Hann sagði vöxt ferðaþjónustunnar á undanförnum árum hafa ráðið styrkingu krónunnar þegar hún var sem mest og gjaldeyrisforði Seðlabankans hafi nánast allur verið byggður upp af ferðaþjónustunni. „Þannig að þetta er algerlega búið að breyta Íslandi. Ísland er bara allt annað efnahagskerfi eftir að ferðaþjónustan stækkaði þetta mikið. En það er að sama skapi mikið áhyggjuefni að þessi rekstur er gríðarlega erfiður. Bæði félögin eru með risatap í fyrra og það er tvísýnt með endurfjármögnun hjá WOW AIR greinilega miðað við þær fréttir sem eru opinberar. Það er verið að lengja frestina og þeir eru í einhverjum skilningi að róa lífróður greinilega,“ sagði Bjarni. Þessi staða væri ein af þremur ógnum við efnahagslífið á þessu ári ásamt loðnubresti og stöðunni á vinnumarkaði þótt hann teldi möguleika ferðaþjónustunnar til framtíðar nánast óendanlega. Þrátt fyrir þetta sagði Bjarni aðspurður að það væri ekki hlutverk ríkisins að koma félögum í hallarekstri og rekstrarerfiðleikum til hjálpar og erfitt að setja slíkt fordæmi. „Hins vegar erum við mjög að reyna að meta áhrifin á hagkerfið af því ef yrðu áföll hérna. Ég held að við myndum alltaf í hverju sem við myndum gera horfa til þess hvað er að koma þjóðarhag best án þess að setja slæm fordæmi. Þannig að mín persónulega sannfæring er að við eigum ekki að skipta okkur af svona rekstrarvandamálum. En við eigum hins vegar að gera það sem við getum til að lina áfallið fyrir hagkerfið og draga úr atvinnuleysi og viðhalda hagvexti ef við höfum einhverju hlutverki þar að gegna,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Wow sagt núna álitlegri kostur fyrir Icelandair Staða Skúla Mogensen í erfiðum samningaviðræðum um framtíð WOW-flugfélagsins hefur breyst á síðustu sólarhringum, vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX þota. 17. mars 2019 06:00 Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. 20. mars 2019 10:38 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Wow sagt núna álitlegri kostur fyrir Icelandair Staða Skúla Mogensen í erfiðum samningaviðræðum um framtíð WOW-flugfélagsins hefur breyst á síðustu sólarhringum, vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX þota. 17. mars 2019 06:00
Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. 20. mars 2019 10:38
WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15