Innlent

Ekki rætt um frestun verkfalls

Kjartan Kjartansson skrifar
Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari.
Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari. vísir/vilhelm

Ríkissáttasemjari segir að ekki hafi komið til tals að fresta boðuðum verkföllum á fundum með Samtökum atvinnulífsins og sex verkalýðsfélaga. Efling og VR hafa boðað til verkfalla rútubílstjóra og hótelstarfsmanna sem á að hefjast á miðnætti.

Deiluaðilar hafa fundað í dag og segir Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, að ágætis samtal hafi átt sér stað. Halda átti fundum áfram klukkan 18:00 og sitja við samningaborðið eitthvað fram eftir kvöldi.

Bryndís segist ekki eiga von á að til tals komi að fresta verkfallsaðgerðunum sem eiga að hefjast í kvöld. Þá segir hún afar ólíklegt að gengið verði frá samningi í kvöld.

Spurð út í möguleikann á að hún leggi fram miðlunartillögu segir hún engan veginn tímabært að gera það á þessu stigi viðræðnanna. Það sé eitthvað sem gerist vanalega á síðari stigum.

„Við erum á allt öðrum stað núna. Það hefur ekki komið til tals,“ sagði hún í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Verkfall félagsmanna Eflingar og VR á að standa yfir í sólahring. Það á að ná til um tvö þúsund hótelsstarfsmanna og rútubílstjóra. Reykjavíkurborg hefur tilkynnt að skólaakstur falli niður vegna verkfallsins á morgun.


Tengdar fréttir

Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti

Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.