Innlent

Verkfall hótelstarfsmanna og rútubílstjóra hafið

Kjartan Kjartansson skrifar
Hótel Saga er á meðal þeirra hótela sem verða fyrir áhrifum af verkfalli félagsmanna Eflingar og VR.
Hótel Saga er á meðal þeirra hótela sem verða fyrir áhrifum af verkfalli félagsmanna Eflingar og VR. Vísir/Vilhelm

Starfsmenn tuga hótela og rútubílstjórar sem eru félagsmenn í Eflingu og VR lögðu niður störf á miðnætti. Verkfallið á að standa í sólahring og er sagt ná til rúmlega tvö þúsund félagsmanna.

Á vefsíðu Eflingar er verkfallið sagt ná til rúmlega fjörutíu hótela á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Félagsmenn VR sem leggja niður störf eru á tuttugu hótelum, sumum þeirra sömu og verkfall Eflingarfólks nær til.

Fundað var í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag og fram á kvöld. Fundi var slitið klukkan hálf átta en áður hafði Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, sagt afar ólíklegt að samningur næðust í kvöld og að ekki hafi komið til tals að fresta verkfallsaðgerðunum.

Fjölmiðlabann var sett á í deildunni hjá ríkissáttasemjara og frekari fregnir af gangi viðræðnanna hafa því ekki borist.

VR og Efling slitu viðræðum sínum við SA í febrúar og hófu undirbúning verkfallsaðgerða.


Tengdar fréttir

Túlka verkfallsboðun ekki með sama hætti

Efling og SA túlka með mismunandi hætti til hvaða starfsmanna boðuð verkföll, sem hefjast eiga á miðnætti, nái til. Verkfallið myndi ná til um 2.600 félagsmanna Eflingar og VR á hótelum og hjá hópbifreiðafyrirtækjum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.