Innlent

Hrifsaði síma af manni á Laugavegi og komst undan á hlaupum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þjófurinn komst undan á hlaupum.
Þjófurinn komst undan á hlaupum. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í gær tilkynnt um að sími hefði verið hrifsaður af manni sem var á gangi á Laugavegi í miðbæ Reykjavíkur. Þjófurinn komst undan á hlaupum en ekki eru veittar frekari upplýsingar um málið í dagbók lögreglu.

Þá var maður handtekinn með mikið magn fíkniefna, grunaður um sölu og dreifingu slíkra efna. Hann var vistaður í fangaklefa. Einnig voru fjórir handteknir í hverfi 110 vegna sölu og dreifingu fíkniefna. Þeir eru einnig grunaðir um fleiri brot og voru vistaðir í fangaklefa. Málið er í rannsókn.

Tilkynnt var um árekstur í miðbænum. Meiðsl voru minniháttar en einn var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Annar bíllinn er óökufær eftir áreksturinn og var fluttur á brott með kranabíl. Þá var bifreið ekið á ljósastaur í Garðabæ en engin slys urðu á fólki.

Annað umferðaróhapp varð í Kópavogi þar sem bifreið var bakkað ofan í húsgrunn. Engin slys urðu heldur á fólki í því tilviki.

Þá var tilkynnt um mann sem var að kíkja á glugga í Breiðholti. Maðurinn fannst ekki þrátt fyrir leit.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.