Innlent

Styrmir spáir hörðum átökum innan Sjálfstæðisflokksins

Jakob Bjarnar skrifar
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir að fjölmargir innan Sjálfstæðisflokknum muni aldrei fyrirgefa þingmönnum flokksins stuðning við málið.
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir að fjölmargir innan Sjálfstæðisflokknum muni aldrei fyrirgefa þingmönnum flokksins stuðning við málið. Vísir/GVA
„Þetta þýðir að hörð átök eru framundan innan Sjálfstæðisflokksinsum málið og sennilega innan Framsóknarflokksins líka. Staðan innan VG er óljósari,“ skrifar Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins á bloggsíðu sína styrmir.is

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu utanríkisráðherra um að leggja fyrir Alþingi tillögu um hinn umdeilda þriðja orkupakka.

Að sögn Styrmis kom í ljós í haust að grasrótin innan Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu séu ekki til í að taka þátt í að þingmenn flokksins samþykki málið fyrir sína parta.

„Þeir þingmenn flokksins, sem greiða atkvæði með orkupakkanum munu missa traust flokksmanna með afgerandi hætti. Verði þeir þess ekki varir á næstu vikum munu þeir finna það skýrt og greinilega í prófkjörum vegna næstu alþingiskosninga. Hér er nefnilega ekki á ferð venjuleg pólitískt álitaefni heldur grundvallarmál, sem varðar fullveldi Íslands og yfirráð yfir einni af helztu auðlindum landsins.“

Styrmir telur að margir Sjálfstæðismenn muni ekki fyrirgefa þetta svo glatt; sínum mönnum fyrir að bregðast í þessu máli.

„Á næsta landsfundi mun afleiðingarnar koma fram í harkalegum deilum í umræðum um málið og við kjör forystumanna a.m.k. í verulega minnkandi hlutfalli þeirra, sem greiða forystumönnum atkvæði sitt.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×