Fullyrða að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu: „Endilega kærðu þetta“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. mars 2019 15:01 Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel þvertekur fyrir verkfallsbrot hafi verið framin á hans vakt. Ljósmyndin var tekin fyrir skömmu þegar atkvæðagreiðsla um verkfall fór fram. vísir/vilhelm Nokkrir verkfallsverðir og þar á meðal Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fullyrða að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu. Blaðamaður náði tali af Sólveigu og nokkrum verkfallsvörðum á Suðurlandsbraut þegar þau voru á leiðinni frá hótel Nordica og á næsta hótel til að gæta að því að allt sé í samræmi við lög um stéttarfélög og vinnudeilur.„Endilega kærðu þetta vegna þess að við viljum fá úr því skorið“ Þegar fullyrðingin var borin undir Árna Val Sólonsson, eiganda Citi Park – hótelsins þvertók hann fyrir að vera verkfallsbrjótur. Hann segir að þessa stundina séu tveir ófélagsbundir starfsmenn að þrífa á hótelinu. „Ég sagði við hann [verkfallsvörðinn] endilega kærðu þetta vegna þess að við viljum fá úr því skorið. Þetta er ekki verkfallsbrot. Efling á ekki störfin. Það er stjórnarskrárvarinn réttur fólks að vera ekki félagsbundinn.“ Árni segir að forysta Eflingar haldi að þau eigi störfin. „Hann [verkfallsvörðurinn] sagðist eiga störfin hérna. Ég hélt nú ekki og sagðist eiga þau sjálfur. Ég skapaði þau og sá sem getur lagt þau niður, hann á þau. Ég get lagt störfin niður en ekki Efling og þar af leiðandi hlýt ég að eiga störfin.“En gilda ekki lög um verkföll í landinu?„Jújú, verkfallslögin eru þau að félagsbundnir menn eiga ekki að vinna og það er enginn félagsbundinn að vinna hérna hjá mér. Það er enginn meðlimur í Eflingu að vinna hjá mér,“ segir Árni og bætir við: „Það er bara ágreiningur um þetta á milli SA og þeirra. Það er bara þannig. Það eru hérna tveir ófélagsbundnir starfsmenn sem eru að vinna. Það er allt og sumt. Það er það sem hann heldur að sé verkfallsbrot.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Verkfallsverðir Eflingar fengu að fara inn á Reykjavík Natura eftir nokkurt streð. 22. mars 2019 13:26 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Nokkrir verkfallsverðir og þar á meðal Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fullyrða að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu. Blaðamaður náði tali af Sólveigu og nokkrum verkfallsvörðum á Suðurlandsbraut þegar þau voru á leiðinni frá hótel Nordica og á næsta hótel til að gæta að því að allt sé í samræmi við lög um stéttarfélög og vinnudeilur.„Endilega kærðu þetta vegna þess að við viljum fá úr því skorið“ Þegar fullyrðingin var borin undir Árna Val Sólonsson, eiganda Citi Park – hótelsins þvertók hann fyrir að vera verkfallsbrjótur. Hann segir að þessa stundina séu tveir ófélagsbundir starfsmenn að þrífa á hótelinu. „Ég sagði við hann [verkfallsvörðinn] endilega kærðu þetta vegna þess að við viljum fá úr því skorið. Þetta er ekki verkfallsbrot. Efling á ekki störfin. Það er stjórnarskrárvarinn réttur fólks að vera ekki félagsbundinn.“ Árni segir að forysta Eflingar haldi að þau eigi störfin. „Hann [verkfallsvörðurinn] sagðist eiga störfin hérna. Ég hélt nú ekki og sagðist eiga þau sjálfur. Ég skapaði þau og sá sem getur lagt þau niður, hann á þau. Ég get lagt störfin niður en ekki Efling og þar af leiðandi hlýt ég að eiga störfin.“En gilda ekki lög um verkföll í landinu?„Jújú, verkfallslögin eru þau að félagsbundnir menn eiga ekki að vinna og það er enginn félagsbundinn að vinna hérna hjá mér. Það er enginn meðlimur í Eflingu að vinna hjá mér,“ segir Árni og bætir við: „Það er bara ágreiningur um þetta á milli SA og þeirra. Það er bara þannig. Það eru hérna tveir ófélagsbundnir starfsmenn sem eru að vinna. Það er allt og sumt. Það er það sem hann heldur að sé verkfallsbrot.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Verkfallsverðir Eflingar fengu að fara inn á Reykjavík Natura eftir nokkurt streð. 22. mars 2019 13:26 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Verkfallsverðir Eflingar fengu að fara inn á Reykjavík Natura eftir nokkurt streð. 22. mars 2019 13:26
Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05