Innlent

Stöðvaði unglingapartý í Breiðholti

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Nokkur erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Tilkynnt var um líkamsárás á veitingahúsi í miðborg Reykjavíkur um klukkan hálf fimm í morgun. Þolandi særðist á höfði en vildi ekki fara á Slysadeild til aðhlynningar. Meintur gerandi var handtekinn en látinn laus að lokinni upplýsingatöku. Annar maður var handtekinn á veitingastað í Smáralind í gærkvöldi grunaður um líkamsárás og var sá vistaður í fangagemslu í þágu rannsóknar að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Lögreglan stöðvaði einnig unglingapartýi í Breiðholti á tíunda tímanum í grækvöldi en þar var gestgjafinn 15 ára unglingur og aðrir 35 unglingar gestkomandi, áfengisumbúðir sjáanlegar en enginn fullorðinn. Var húsráðanda tilkynnt um málið og tilkynning send til Barnaverndar. Þá handtók lögreglan mann í annarlegu ástandi á heilbrigðisstofnun í hverfi 108 í Reykjavík um klukkan níu í gærkvöldi. Maðurinn er grunaður um ofbeldi gegn opinberum starfsmanni, eignaspjöll og fleira og var hann vistaður í fangageymslu.

Þá var þónokkuð um ölvunar og fíkniefnaakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×