Innlent

Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá verkfallsaðgerðum Eflingar síðastliðinn föstudag en þá lögðu hótelstarfsmenn og rútubílstjórar sem eru í Eflingu og VR niður störf í sólarhring.
Frá verkfallsaðgerðum Eflingar síðastliðinn föstudag en þá lögðu hótelstarfsmenn og rútubílstjórar sem eru í Eflingu og VR niður störf í sólarhring. vísir/vilhelm
Sáttafundur er hafinn hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við Samtök atvinnulífsins.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hófust fundahöld á níunda tímanum í morgun í húsakynnum ríkissáttasemjara þar sem aðilar funduðu í sitthvoru lagi áður en formlegur sáttafundur hófst núna klukkan 10.

Samkvæmt dagskrá á vef ríkissáttasemjara er áætlað að fundurinn standi í allan dag en fjölmiðlabann er enn í gildi sem þýðir að viðsemjendur mega ekki tjá sig um gang viðræðna við fjölmiðla. Þá er fjölmiðlum ekki heimilt að mynda inni í húsakynnum sáttasemjara.

Verkfallsaðgerðir hafa verið boðaðar hjá félagsmönnum VR og Eflingar á fimmtudag og föstudag. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur sagt að eina markmið hans í viðræðunum nú sé að semja áður en til verkfalla kemur síðar í þessari viku.


Tengdar fréttir

Djarfari verkfallsbrot vegna skilaboða frá atvinnurekendum

Formaður Eflingar telur að Samtök atvinnulífsins hafi sent skilaboð til atvinnurekenda um að láta reyna á verkfallsbrot í aðgerðum gærdagsins. Atvinnurekendur segjast þvert á móti hvetja sitt fólk til að hlýta lögum um vinnudeilur.

Verkfalli hótelstarfsmanna og rútubílstjóra lokið

Verkfalli um tvö þúsund hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR er nú lokið. Verkfallið, sem er annað verkfallið sem Efling boðar til í mánuðinum, stóð yfir í einn sólarhring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×