Lífið

Yfirferð Bear Grylls um sjálfsbjargarmyndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Grylls getur lifað af við nánast allar aðstæður.
Grylls getur lifað af við nánast allar aðstæður.
Edward Michael Grylls betur þekktur sem ævintýramaðurinn Bear Grylls hefur vakið mikla athygli fyrir sjónvarpsþætti sína Man vs. Wild þar sem hann reynir að komast af í náttúrunni og það án aðstoðar.

Grylls kann heldur betur að lifa af í erfiðum aðstæðum en í myndbandi frá Vanity Fair fer hann aftur á móti yfir kvikmyndir þar sem aðalsögupersónan þarf að lifa af við erfiðar aðstæður og hvort kvikmyndirnar séu raunverulegar.

Myndirnar sem hann fer meðal annars yfir eru: The Revenant, Cast Away, Point Break, Titanic, Bird Box og fleiri.

Þar kom meðal annars fram að Grylls hefur lifað af í miklu frosti með því að fara inn í hræ af kameldýri, svona svipað eins og Leonardo DiCaprio gerði í The Revenant.

Bear Grylls fer af stað með nýja þætti á National Geographic og bera þeir nafnið Hostile Planet. Þættirnir hefja göngu sína 1. apríl.

Hér að neðan má sjá yfirferð Grylls.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×