Innlent

Ólögleg sala fæðubótaefna og lyfja kærð til lögreglu

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
MAST hefur kært málið til lögreglu.
MAST hefur kært málið til lögreglu. Fréttablaðið/Anton
Matvælastofnun í samvinnu við Lyfjastofnun hafa kært vef með íslensku léni til lögreglu en á vefnum eru auglýst til sölu ólögleg fæðubótarefni og lyf að því er fram kemur í tilkynningu frá MAST. Farið hefur verið fram á að vefnum verði lokað en rétthafi lénsins er skráður í Mið-Ameríku. 

Þá varar MAST við viðskiptum við vefinn roidstop.is og neyslu fæðubótarefna og lyfja sem þar séu til sölu og eru neytendur hvattir til að vera á varðbergi þegar kemur að kaupum á fæðubótaefnum og lyfjum á netinu. Grunur er um að nýlegt andlát hér á landi megi rekja til inntöku á Nootropics, en á síðunni eru til sölu efni á borð við DNP og Nootropics að því er segir í tilkynningu MAST. Þá er vitnað til nýlegs dóms í Bretlandi vegna dauðsfalls ungrar stúlku sem hafði neytt DNP en sölumaður efnisins hlaut 7 ára fangelsisdóm fyrir manndráp af gáleysi fyrir að selja efni sem er hættulegt til manneldis.


Tengdar fréttir

Talinn hafa látist eftir að hafa tekið inn heilaörvandi efni

Matvælastofnun og Lyfjastofnun vara við neyslu á efninu tianeptine og öðrum efnum sem seld eru á netinu undir heitinu Nootropics. Mörg þessara efna hafa lyfjavirkni og eru meðal annars sögð örva heilastarfsemi en talið er að einstaklingur hafi nýlega látist hérlendis eftir að hafa tekið inn tianeptine.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×