Aukin upplýsingaskylda lögð á herðar Alþingis og dómstóla Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. mars 2019 12:15 Alþingi hefur hingað til verið undanþegið upplýsingalögum. Hingað til hafa Alþingi og dómstólar verið undanþegin ákvæðum upplýsingalaga. Það þýðir meðal annars að erfiðara er að óska eftir gögnum frá þessum stofnunum á grundvelli laganna. Þetta gæti breyst ef frumvarp um breytingar á upplýsingalögum nær fram að ganga. Ríkisstjórnin samþykkti í gær frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um breytingar á lögunum. Stefnt er á að leggja frumvarpið fram á Alþingi fyrir mánaðarmót. Markmið frumvarpsins er að auka gagnsæi í stjórnsýslunni. „Stóra breytingin er annars vegar sú að lögin taki til Alþingis og dómstóla,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Það er auðvitað stór breyting. Þannig mætti segja að það gildi sömu efnisreglur hvað þessar greinar ríkisvaldsins varðar sem hingað til hafa gilt um framkvæmdavaldið.“ Einnig er kveðið skýrar á um skyldu ráðuneyta til að birta upplýsingar úr málaskrám að eigin frumkvæði. Sérstakur ráðgjafi mun taka til starfa samhliða úrskurðarnefnd upplýsingamála með það að markmiði að bæta upplýsingamiðlun og hraða afgreiðslu mála. „Verði þetta samþykkt erum við að feta í fótspor Norðmanna sem hafa staðið mjög framarlega í upplýsingarétti,“ segir Katrín. „Þetta kallar auðvitað á aukna vinnu ráðuneytanna en á sama tíma ætti þetta að auka gagnsæi um alla stjórnsýsluna.“ Stj.mál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Upplýsingagjöf hins opinbera í vítahring vantrausts Tregða stjórnvalda til að veita fjölmiðlum og almenningi upplýsingar er meðal ástæðna vantrausts á íslenskum stjórnvöldum að mati starfhóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem kynnti niðurstöður sínar í gær. 6. september 2018 07:00 Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Fleiri fréttir Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Sjá meira
Hingað til hafa Alþingi og dómstólar verið undanþegin ákvæðum upplýsingalaga. Það þýðir meðal annars að erfiðara er að óska eftir gögnum frá þessum stofnunum á grundvelli laganna. Þetta gæti breyst ef frumvarp um breytingar á upplýsingalögum nær fram að ganga. Ríkisstjórnin samþykkti í gær frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um breytingar á lögunum. Stefnt er á að leggja frumvarpið fram á Alþingi fyrir mánaðarmót. Markmið frumvarpsins er að auka gagnsæi í stjórnsýslunni. „Stóra breytingin er annars vegar sú að lögin taki til Alþingis og dómstóla,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Það er auðvitað stór breyting. Þannig mætti segja að það gildi sömu efnisreglur hvað þessar greinar ríkisvaldsins varðar sem hingað til hafa gilt um framkvæmdavaldið.“ Einnig er kveðið skýrar á um skyldu ráðuneyta til að birta upplýsingar úr málaskrám að eigin frumkvæði. Sérstakur ráðgjafi mun taka til starfa samhliða úrskurðarnefnd upplýsingamála með það að markmiði að bæta upplýsingamiðlun og hraða afgreiðslu mála. „Verði þetta samþykkt erum við að feta í fótspor Norðmanna sem hafa staðið mjög framarlega í upplýsingarétti,“ segir Katrín. „Þetta kallar auðvitað á aukna vinnu ráðuneytanna en á sama tíma ætti þetta að auka gagnsæi um alla stjórnsýsluna.“
Stj.mál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Upplýsingagjöf hins opinbera í vítahring vantrausts Tregða stjórnvalda til að veita fjölmiðlum og almenningi upplýsingar er meðal ástæðna vantrausts á íslenskum stjórnvöldum að mati starfhóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem kynnti niðurstöður sínar í gær. 6. september 2018 07:00 Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Fleiri fréttir Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Sjá meira
Upplýsingagjöf hins opinbera í vítahring vantrausts Tregða stjórnvalda til að veita fjölmiðlum og almenningi upplýsingar er meðal ástæðna vantrausts á íslenskum stjórnvöldum að mati starfhóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem kynnti niðurstöður sínar í gær. 6. september 2018 07:00
Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00