Upplýsingagjöf hins opinbera í vítahring vantrausts Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. september 2018 07:00 Sigurður Kristinsson, Ólöf Embla Eyjólfsdóttir og Ragna Árnadóttir sátu í starfshópnum ásamt Jóni Ólafssyni. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Tregða stjórnvalda til að veita fjölmiðlum og almenningi upplýsingar er meðal ástæðna vantrausts á íslenskum stjórnvöldum að mati starfhóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem kynnti niðurstöður sínar í gær. Í skýrslunni er því lýst hvernig vítahringur vantrausts myndist vegna tortryggni borgaranna sem þessi tregða stjórnvalda veldur. Tregðan á meðal annars rætur að rekja til starfsvenja sem ganga út á að synja um aðgang fremur en að veita upplýsingar. Beiðnum sé gjarnan synjað með almennri vísun til takmörkunarheimilda og „látið á það reyna“ hvort beiðandi vísar málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þá komi fyrir að stjórnvald spyrji beiðendur beint út til hvers þeir ætli að nota umbeðnar upplýsingar áður en afstaða er tekin til beiðninnar. Að mati starfshópsins kann þetta háttarlag stjórnvalda að skýrast af því viðhorfi að öruggara sé að láta úrskurðarnefndina eða dómstóla taka endanlega ákvörðun um afhendingu upplýsinganna. Einnig kunni að vera að starfsmönnum finnist óþægilegt að upplýsingar um störf þeirra birtist opinberlega og kunni þau viðhorf að fyrirfinnast í stjórnsýslunni að almenningur hafi ekkert við umbeðnar upplýsingar að gera. Þá hafi ekki verið farið í heildarstefnumótun um upplýsingagjöf hins opinbera til almennings eins og upplýsingalög áskilja. Einnig er lagt til að hámarkstími verði settur á afgreiðslu upplýsingabeiðna. Langur afgreiðslutími úrskurðarnefndar um upplýsingamál er einnig gagnrýndur en hann hefur verið um og yfir heilt ár að meðaltali á undanförnum árum. Leggur starfshópurinn til að nefndin verði efld til samræmis við aðrar nefndir í stjórnsýslunni með svipaðan málafjölda. Þá er varað við þeirri tilhneigingu í löggjöf að tilteknir aðilar verði undanþegnir gildissviði upplýsingalaga og mælst til þess að Alþingi og dómstólar verði felld undir lögin. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þörf á víðtækari hagsmunaskráningu í stjórnsýslu og stjórnmálum Forsætisráðherra telur mikilvægt að kerfið sé gagnsætt almenningi. 5. september 2018 19:55 Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Tregða stjórnvalda til að veita fjölmiðlum og almenningi upplýsingar er meðal ástæðna vantrausts á íslenskum stjórnvöldum að mati starfhóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu, sem kynnti niðurstöður sínar í gær. Í skýrslunni er því lýst hvernig vítahringur vantrausts myndist vegna tortryggni borgaranna sem þessi tregða stjórnvalda veldur. Tregðan á meðal annars rætur að rekja til starfsvenja sem ganga út á að synja um aðgang fremur en að veita upplýsingar. Beiðnum sé gjarnan synjað með almennri vísun til takmörkunarheimilda og „látið á það reyna“ hvort beiðandi vísar málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Þá komi fyrir að stjórnvald spyrji beiðendur beint út til hvers þeir ætli að nota umbeðnar upplýsingar áður en afstaða er tekin til beiðninnar. Að mati starfshópsins kann þetta háttarlag stjórnvalda að skýrast af því viðhorfi að öruggara sé að láta úrskurðarnefndina eða dómstóla taka endanlega ákvörðun um afhendingu upplýsinganna. Einnig kunni að vera að starfsmönnum finnist óþægilegt að upplýsingar um störf þeirra birtist opinberlega og kunni þau viðhorf að fyrirfinnast í stjórnsýslunni að almenningur hafi ekkert við umbeðnar upplýsingar að gera. Þá hafi ekki verið farið í heildarstefnumótun um upplýsingagjöf hins opinbera til almennings eins og upplýsingalög áskilja. Einnig er lagt til að hámarkstími verði settur á afgreiðslu upplýsingabeiðna. Langur afgreiðslutími úrskurðarnefndar um upplýsingamál er einnig gagnrýndur en hann hefur verið um og yfir heilt ár að meðaltali á undanförnum árum. Leggur starfshópurinn til að nefndin verði efld til samræmis við aðrar nefndir í stjórnsýslunni með svipaðan málafjölda. Þá er varað við þeirri tilhneigingu í löggjöf að tilteknir aðilar verði undanþegnir gildissviði upplýsingalaga og mælst til þess að Alþingi og dómstólar verði felld undir lögin.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þörf á víðtækari hagsmunaskráningu í stjórnsýslu og stjórnmálum Forsætisráðherra telur mikilvægt að kerfið sé gagnsætt almenningi. 5. september 2018 19:55 Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Þörf á víðtækari hagsmunaskráningu í stjórnsýslu og stjórnmálum Forsætisráðherra telur mikilvægt að kerfið sé gagnsætt almenningi. 5. september 2018 19:55
Víkka út rétt til upplýsinga Starfshópur um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og kynnir niðurstöður sínar í dag. 5. september 2018 07:00