Bjóða farþegum WOW ókeypis gistingu á meðan þeir reyna að komast heim Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. mars 2019 20:40 Drífa Björk Linnet rekur gistisvæðið Hraunborgir ásamt eiginmanni sínum og börnum. Mynd/Samsett Eigendur gistisvæðisins Hraunborga í Grímsnesi hafa boðið öllum farþegum flugfélagsins WOW air, sem eru strandaglópar hér á landi eftir að félagið var lýst gjaldþrota í dag, ókeypis gistingu næstu vikuna. „Okkur langar í rauninni að sýna samstöðu og við vorum í morgun að horfa á fréttir og sáum þar viðtal við ferðamenn sem voru staddir í Leifsstöð og voru að reyna að bjarga sér,“ segir Drífa Björk Linnet, sem rekur Hraunborgir ásamt eiginmanni sínum og börnum, í samtali við Vísi. „Þannig að mér finnst bara að ef einhver getur mögulega hjálpað þá ætti hann að gera það og mér finnst líka mikilvægt að senda þau skilaboð að við Íslendingar séum nú gott fólk og ekki að nýta þennan harmleik til að græða einhverjar aukakrónur á þessu.“ Drífa segir gjaldþrot WOW air og aðdraganda þess hafa reynst erfitt fyrir reksturinn. Fjölskyldan finni jafnframt að róðurinn í ferðaþjónustunni hafi þyngst verulega undanfarna mánuði. „Við erum strax farin að fá gríðarlega miklar afbókanir. Þetta hefur strax rosalega mikil áhrif á allt, eins og maður hefur séð í fréttunum að þá er strax mikið atvinnuleysi. Þetta er bara hræðilegt.“ Viðbrögðin við tilboðinu hafi þó verið afar góð. Drífa segir marga hafa haft samband í gegnum Facebook-síðu Hraunborga en þegar hafa nokkrir strandaglópar boðað komu sína næstu daga, þeir fyrstu mæta á morgun og straumurinn heldur áfram alveg fram í apríl. „Við erum búin að bóka nokkrar fjölskyldur. Þau eru ekki að trúa sínum eigin augum hvað þetta er að bjarga miklu,“ segir Drífa. Í Facebook-færslu Hraunborga, þar sem greint var frá tilboðinu, er jafnframt skorað á aðra ferðaþjónustuaðila að fara að fordæmi gistisvæðisins og koma til móts við WOW-strandaglópa. Drífa segir þó að hún hafi ekki orðið vör við að önnur fyrirtæki hafi tekið áskoruninni. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur WOW Air Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fleiri fréttir Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður kallar þjóðaröryggisráð saman við heimkomu Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Sjá meira
Eigendur gistisvæðisins Hraunborga í Grímsnesi hafa boðið öllum farþegum flugfélagsins WOW air, sem eru strandaglópar hér á landi eftir að félagið var lýst gjaldþrota í dag, ókeypis gistingu næstu vikuna. „Okkur langar í rauninni að sýna samstöðu og við vorum í morgun að horfa á fréttir og sáum þar viðtal við ferðamenn sem voru staddir í Leifsstöð og voru að reyna að bjarga sér,“ segir Drífa Björk Linnet, sem rekur Hraunborgir ásamt eiginmanni sínum og börnum, í samtali við Vísi. „Þannig að mér finnst bara að ef einhver getur mögulega hjálpað þá ætti hann að gera það og mér finnst líka mikilvægt að senda þau skilaboð að við Íslendingar séum nú gott fólk og ekki að nýta þennan harmleik til að græða einhverjar aukakrónur á þessu.“ Drífa segir gjaldþrot WOW air og aðdraganda þess hafa reynst erfitt fyrir reksturinn. Fjölskyldan finni jafnframt að róðurinn í ferðaþjónustunni hafi þyngst verulega undanfarna mánuði. „Við erum strax farin að fá gríðarlega miklar afbókanir. Þetta hefur strax rosalega mikil áhrif á allt, eins og maður hefur séð í fréttunum að þá er strax mikið atvinnuleysi. Þetta er bara hræðilegt.“ Viðbrögðin við tilboðinu hafi þó verið afar góð. Drífa segir marga hafa haft samband í gegnum Facebook-síðu Hraunborga en þegar hafa nokkrir strandaglópar boðað komu sína næstu daga, þeir fyrstu mæta á morgun og straumurinn heldur áfram alveg fram í apríl. „Við erum búin að bóka nokkrar fjölskyldur. Þau eru ekki að trúa sínum eigin augum hvað þetta er að bjarga miklu,“ segir Drífa. Í Facebook-færslu Hraunborga, þar sem greint var frá tilboðinu, er jafnframt skorað á aðra ferðaþjónustuaðila að fara að fordæmi gistisvæðisins og koma til móts við WOW-strandaglópa. Drífa segir þó að hún hafi ekki orðið vör við að önnur fyrirtæki hafi tekið áskoruninni.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur WOW Air Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fleiri fréttir Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður kallar þjóðaröryggisráð saman við heimkomu Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Sjá meira