Innlent

Um 2100 skjálftar fyrir norðan síðan á laugardag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Upptök hrinunnar eru í Öxarfirði, suðvestur af Kópaskeri.
Upptök hrinunnar eru í Öxarfirði, suðvestur af Kópaskeri. map.is
Sjálfvirkt kerfi Veðurstofu Íslands hefur mælt um 2100 jarðskjálfta í hrinunni í Öxarfirði síðan hún hófst síðastliðinn laugardag.

Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að það hafi mælst um 250 skjálftar frá því á miðnætti en sá stærsti sem er yfirfarinn sé ekki stærri en 2,5. Hafa um 10 skjálftar verið stærri en 2 frá miðnætti.

Hrinan heldur því áfram þó að ekki hafi mælst jafnstórir skjálftar og til dæmis í gærmorgun og fyrrakvöld.

Þá er óvissustig almannavarna enn í gildi en ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýsti því yfir í gær.

Engin merki eru um gosóróa heldur er talið að hrinan tengist færslu á brotabeltinu um Grímseyjarbeltið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×