Önnur flugvél WOW af tveimur á Keflavíkurflugvelli kyrrsett Heimir Már Pétursson skrifar 29. mars 2019 13:02 Önnur vélanna á Keflavíkurflugvelli í gær. vísir/vilhelm Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. Kyrrsetningin er til tryggingar greiðslu á heildarskuldum WOW sem taldar eru vera á bilinu einn til tveir milljarðar króna. Isavia hefur kyrrsett eina af Airbus flugvélum WOW til að tryggja greiðslur á lendingargjöldum og öðrum vangoldnum gjöldum flugfélagsins við félagið. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir flugvélina í eigu Air Lease Corporation sem einnig átti flugvélar sem kyrrsettar voru í Bandaríkjunum og Kanada að ósk eigandans. Talið er að þær flugvélar séu nú þegar komnar í notkun hjá öðrum flugfélögum enda auðvelt að leigja út nýjar Airbus flugvélar. Guðjón segir kyrrsetninguna byggja á 136. grein loftferðarlaga. „Sem heimilar sem sagt Isavia sem starfrækir flugvöllinn og flugleiðsöguþjónustu að aftra för loftfars af flugvelli þar til gjöld eru greidd eða trygging sett fram fyrir greiðslu. Þetta er sams konar heimild og flugvallarekendur á Bretlandi og á Ítalíu hafa,” segir Guðjón. Flugvélin sé kyrrsett til tryggingar greiðslu heildarskulda WOW air við Isavia. Flugvélin sem Isavia hefur kyrrsett er TF-GPA. Þau sjónarmið hafa verið sett fram að Isavia geti einungis haldið þessari tilteknu flugvél vegna skulda sem stofnað var til vegna hennar. „Við kyrrsetjum flugvél tiltekins félags. Þannig að það er í rauninni ekki sú krafa að það sé eitthvert ákveðið flugfar heldur flugfar á vegum félagsins. Í þessu tilviki var það þessi flugvél,” segir Guðjón. Isavia gefi ekki upp heildarskuld einstakra félaga við Isavia. En því hefur verið haldið fram að skuldirnar séu á bilinu einn til tveir milljarðar króna. Isavia hafi verið í sambandi við eiganda flugvélarinnar. „Þannig vill til að það er önnur flugvél á vellinum sem einnig er í eigu sama félags, sem er ekki kyrrsett. Við höfum í rauninni það verkefni að tryggja öryggi þeirrar flugvélar. Að hún verði ekki fyrir tjóni. Hún er á vellinum og eigandinn hefur verið upplýstur annars vegar um kyrrsettu flugvélina og hins vegar um hina sem er á vellinum,” segir Guðjón. Flugvélin sem ekki er kyrrsett ber einkennisstafina TF-SKY en báðar eru þær af gerðinni Airbus A321. Hæstaréttarlögmennirnir Þorsteinn Einarsson og Sveinn Andri Sveinsson voru skipaðir skiptastjórar yfir þrotabúi WOW air í gær og hófu þegar störf og tóku yfir stjórn þrotabúsins. Sveinn Andri segir þá munu hafa í nógu að snúast. Meðal annars þarf að meta eignir og koma þeim í verð. WOW átti ekki flugvélar en eitt helsta verðmæti félagsins er sennilega í lendingartímum á flugvöllum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00 80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Vinnumálastofnun hefur aldrei staðið frammi fyrir álíka stöðu. 29. mars 2019 11:54 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. Kyrrsetningin er til tryggingar greiðslu á heildarskuldum WOW sem taldar eru vera á bilinu einn til tveir milljarðar króna. Isavia hefur kyrrsett eina af Airbus flugvélum WOW til að tryggja greiðslur á lendingargjöldum og öðrum vangoldnum gjöldum flugfélagsins við félagið. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir flugvélina í eigu Air Lease Corporation sem einnig átti flugvélar sem kyrrsettar voru í Bandaríkjunum og Kanada að ósk eigandans. Talið er að þær flugvélar séu nú þegar komnar í notkun hjá öðrum flugfélögum enda auðvelt að leigja út nýjar Airbus flugvélar. Guðjón segir kyrrsetninguna byggja á 136. grein loftferðarlaga. „Sem heimilar sem sagt Isavia sem starfrækir flugvöllinn og flugleiðsöguþjónustu að aftra för loftfars af flugvelli þar til gjöld eru greidd eða trygging sett fram fyrir greiðslu. Þetta er sams konar heimild og flugvallarekendur á Bretlandi og á Ítalíu hafa,” segir Guðjón. Flugvélin sé kyrrsett til tryggingar greiðslu heildarskulda WOW air við Isavia. Flugvélin sem Isavia hefur kyrrsett er TF-GPA. Þau sjónarmið hafa verið sett fram að Isavia geti einungis haldið þessari tilteknu flugvél vegna skulda sem stofnað var til vegna hennar. „Við kyrrsetjum flugvél tiltekins félags. Þannig að það er í rauninni ekki sú krafa að það sé eitthvert ákveðið flugfar heldur flugfar á vegum félagsins. Í þessu tilviki var það þessi flugvél,” segir Guðjón. Isavia gefi ekki upp heildarskuld einstakra félaga við Isavia. En því hefur verið haldið fram að skuldirnar séu á bilinu einn til tveir milljarðar króna. Isavia hafi verið í sambandi við eiganda flugvélarinnar. „Þannig vill til að það er önnur flugvél á vellinum sem einnig er í eigu sama félags, sem er ekki kyrrsett. Við höfum í rauninni það verkefni að tryggja öryggi þeirrar flugvélar. Að hún verði ekki fyrir tjóni. Hún er á vellinum og eigandinn hefur verið upplýstur annars vegar um kyrrsettu flugvélina og hins vegar um hina sem er á vellinum,” segir Guðjón. Flugvélin sem ekki er kyrrsett ber einkennisstafina TF-SKY en báðar eru þær af gerðinni Airbus A321. Hæstaréttarlögmennirnir Þorsteinn Einarsson og Sveinn Andri Sveinsson voru skipaðir skiptastjórar yfir þrotabúi WOW air í gær og hófu þegar störf og tóku yfir stjórn þrotabúsins. Sveinn Andri segir þá munu hafa í nógu að snúast. Meðal annars þarf að meta eignir og koma þeim í verð. WOW átti ekki flugvélar en eitt helsta verðmæti félagsins er sennilega í lendingartímum á flugvöllum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00 80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Vinnumálastofnun hefur aldrei staðið frammi fyrir álíka stöðu. 29. mars 2019 11:54 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00
80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Vinnumálastofnun hefur aldrei staðið frammi fyrir álíka stöðu. 29. mars 2019 11:54
Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33