Innlent

Lóan er komin að kveða burt snjóinn og leiðindin

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mynd af einni lóunni sem Hjördís sá í Stokkseyrarfjöru í gær.
Mynd af einni lóunni sem Hjördís sá í Stokkseyrarfjöru í gær. Mynd/Hjördís Davíðsdóttir

Heiðlóan er komin til landsins – og vorið með – en þrjár lóur sáust í Stokkseyrarfjöru í gær, 28. mars. Hjördís Davíðsdóttir festi lóuna á filmu á göngu í fjörunni með eiginmanni sínum og birti myndina á Facbeook í dag. Mbl greindi fyrst frá í kvöld.



Eins og svo oft fórum við í göngu í Stokkseyrarfjöru í gær og við rákumst á þrjár Lóur mikið var gott að sjá þær eftir allar leiðinlegu fréttir dagsins en vorið er komið það er staðfest,“ segir Hjördís glöð í bragði.



Lóan kom einnig til landsins þann 28. mars í fyrra sunnan við Selfoss og var þá seint á ferð en hún kemur að meðaltali til landsins þann 23. mars. Árið 2017 sást fyrst til hennar þann 27. mars við Einarslund á Höfn.



Lóan er einkennisfugl íslenskra móa og útbreiddur varpfugl um land allt og einnig á hálendinu. Lóan er vaðfugl sem verpir einkum á þurrum stöðum, mólendi og grónum hraunum. Vetrarheimkynnin eru í Vestur Evrópu, aðallega á Írlandi en einnig í Frakklandi, Portúgal og á Spáni.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×