Innlent

Lóan er komin til landsins

Jóhann Óli EIðsson skrifar
Lóan í fjörunni í morgun.
Lóan í fjörunni í morgun. mynd/guðmundur falk

Lóan er komin hingað til lands. Óhrekjandi sönnun þess var fest á filmu af ljósmyndaranum Guðmundi Falk nú skömmu fyrir hádegi skammt frá Garðskagavita. Fuglinn er ekki enn kominn í sumarbúning en þess ætti ekki að vera langt að bíða.Lóan er örlítið seinna á ferð en í fyrra en þá kom hún þann 19. mars. Það er talsvert seinna en árið 2012, sem var sögulegt, en þá kom lóan þann 12. mars. Meðalkomutími fuglsins undanfarna tvo áratugi er 23. mars.Nú er bara spurning hvort að hún kveði ekki burt snjóinn líkt og segir í kvæðinu.


Tengdar fréttir

Lóan komin í Elliðaárdal

Lóan er komin í Elliðaárdal. Fuglaáhugamaður á ferð um dalinn sá tvær lóur í dag og smellti nokkrum ljósmyndum af þeim. Hann kvaðst fyrst hafa heyrt hinn angurblíða söng lóunnar, hjarta sitt hafi þá tekið kipp, og hann gengið á hljóðið og fljótlega fengið staðfestan grun sinn. Lóurnar spókuðu sig í móa skammt frá bökkum Elliðaánna, ofan við gömlu Vatnsveitubrúna, ekki langt frá svæði Fáks, og voru þær því strangt til tekið í þeim hluta dalsins sem nefnist Víðidalur. Fuglaáhugamaðurinn telur lóuna í ár um viku til tíu dögum seinna á ferðinni í Elliðardal miðað við undanfarinn áratug. Hún sé núna á svipuðum tíma og var fyrir síðustu aldamót, þegar hún var að koma í dalinn í kringum 20. apríl. Eftir aldamót hafi hún hins vegar verið fyrr á ferðinni, og fyrstu lóurnar yfirleitt sést milli 9. og 14. apríl, þar til núna. Hann giskar á að kuldakastið að undanförnu og óhagstæðar vindáttir fyrir farfugla geti skýrt þessa seinkun lóunnar í ár.

Heiðlóan komin með fyrra fallinu

„Þetta er alltaf gleðiefni. Við skulum bara vona að vorið sé að koma,“ segir Guðmundur A. Guðmundsson hjá Náttúrufræðistofnun Íslands um þær fréttir að fyrsta lóa ársins hafi sést við Útskála í Garði í fyrrakvöld.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.