Innlent

Bíða dóms fyrir gróf brot gegn börnum sínum

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari sótti málið gegn hjónunum.
Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari sótti málið gegn hjónunum. Fréttablaðið/Anton Brink
Aðalmeðferð í máli hjónanna frá Sandgerði sem ákærð eru fyrir gróf kynferðisbrot gegn börnum sínum lauk í Héraðsdómi Reykjaness nú fyrir helgi og er dóms að vænta á næstu vikum.

Verði þau fundin sek mega þau eiga von á nokkurra ára fangelsisdómi en samkvæmt dómaframkvæmdinni hafa fangelsisdómar fyrir kynferðisbrot gegn börnum í nánu sambandi verið á bilinu þrjú til sex ár. Saksóknari vísaði til þess við lok málflutnings í síðustu viku að í málinu stæðu sérstök rök til refsiþyngingar, til að mynda samverknaður beggja ákærðu í brotunum og ungur aldur þolendanna.

Við þingfestingu málsins í nóvember síðastliðnum játuðu hjónin hluta brotanna sem þeim eru gefin að sök en neituðu sök í öðrum ákæru­liðum. Þau eru bæði ákærð fyrir að hafa nauðgað dóttur konunnar, sem er stjúpdóttir mannsins, snemma á síðasta ári, tekið myndir og myndbönd af brotunum; fyrir að hafa veitt henni áfengi og fyrir að hafa framleitt myndefni sem sýndi hana á kynferðislegan hátt.

Þau eru einnig ákærð fyrir brot gegn yngri dóttur sinni en brotin gegn eldri stúlkunni voru framin að þeirri yngri viðstaddri.

Þá er maðurinn ákærður fyrir vörslu barnakláms, vopnalagabrot og fyrir ítrekuð brot í nánu sambandi gegn syni sínum og dóttur með því að hafa rassskellt þau ítrekað á sjö ára tímabili.

Börnin krefjast samtals 8,5 milljóna í skaðabætur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×