Þrír menn komust úr tveimur bílum sem fóru í gegnum ís Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. mars 2019 04:12 Björgunarsveitarbíll frá björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli við lokun á Suðurlandsvegi, vegna óveðursins í gær Vísir/Jóhann K Uppfært klukkan 07:10:Björgunarsveitir hafa nú náð til mannanna og eru þeir á leið til byggða. Uppfært klukkan 06:41: Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að björgunarsveitir á Suðurlandi hafi verið ræstar út klukkan hálfþrjú í nótt eftir að tilkynning barst lögreglu um að bíll hefði farið niður um vök við Hnausapoll á Fjallabaki. Þrír menn voru á ferð á tveimur bílum á leið að Frostastaðahálsi til þess að aðstoða félaga sinn sem hafði fest bíl sinn þar. Fóru báðir bílarnir niður um vök sem hefur myndast neðan við Hnausapoll. Mennirnir þrír komust allir úr bílunum og gengu af stað í áttina að bílnum sem var fastur við Frostastaðaháls. Þeir gengu því blautir og hraktir um 7,5 kílómetra langa leið að fasta bílnum. Komust þeir heilu og höldnu í bílinn um klukkan fimm í morgun og bíða þar björgunarsveita. Veður og færð eru erfið á vettvangi og sækist björgunarsveitum ferðin seint.Staðsetning vatnsins þar sem jeppinn fór í gegnum ís. Hnausapollur á Fjallabaksleið nyrðriBjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið sendar á Fjallabaksleið nyrðri eftir að tilkynning barst skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt um að jeppi hefði farið í gegnum ís á Hnausapolli. Þrír menn sem voru í bílnum komust út en þeir eru kaldir og hraktir. Aftakaveður er á svæðinu sem er norðan við Landmannalaugar. Mikið óveður hefur gengið yfir sunnanvert landið frá því í gær og er gul veðurviðvörun á Suður, Suðausturlandi og Miðhálendinu. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands var norðaustanfárviðri á miðhálendinu með meðalvindhraða á bilinu 25-35 metra á sekúndu. Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, sem starfar í svæðisstjórn björgunarsveita á svæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarmenn frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu og björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli séu á leið á vettvang. Náðst hefur samband við mennina sem bíða björgunar og er sambandinu haldið við þá. Margrét sagði að óskað hefði verið eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ekki eru líkur á að vind lægi á svæðinu fyrr en líður á morguninn. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Rangárþing ytra Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Uppfært klukkan 07:10:Björgunarsveitir hafa nú náð til mannanna og eru þeir á leið til byggða. Uppfært klukkan 06:41: Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að björgunarsveitir á Suðurlandi hafi verið ræstar út klukkan hálfþrjú í nótt eftir að tilkynning barst lögreglu um að bíll hefði farið niður um vök við Hnausapoll á Fjallabaki. Þrír menn voru á ferð á tveimur bílum á leið að Frostastaðahálsi til þess að aðstoða félaga sinn sem hafði fest bíl sinn þar. Fóru báðir bílarnir niður um vök sem hefur myndast neðan við Hnausapoll. Mennirnir þrír komust allir úr bílunum og gengu af stað í áttina að bílnum sem var fastur við Frostastaðaháls. Þeir gengu því blautir og hraktir um 7,5 kílómetra langa leið að fasta bílnum. Komust þeir heilu og höldnu í bílinn um klukkan fimm í morgun og bíða þar björgunarsveita. Veður og færð eru erfið á vettvangi og sækist björgunarsveitum ferðin seint.Staðsetning vatnsins þar sem jeppinn fór í gegnum ís. Hnausapollur á Fjallabaksleið nyrðriBjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið sendar á Fjallabaksleið nyrðri eftir að tilkynning barst skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt um að jeppi hefði farið í gegnum ís á Hnausapolli. Þrír menn sem voru í bílnum komust út en þeir eru kaldir og hraktir. Aftakaveður er á svæðinu sem er norðan við Landmannalaugar. Mikið óveður hefur gengið yfir sunnanvert landið frá því í gær og er gul veðurviðvörun á Suður, Suðausturlandi og Miðhálendinu. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands var norðaustanfárviðri á miðhálendinu með meðalvindhraða á bilinu 25-35 metra á sekúndu. Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, sem starfar í svæðisstjórn björgunarsveita á svæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarmenn frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu og björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli séu á leið á vettvang. Náðst hefur samband við mennina sem bíða björgunar og er sambandinu haldið við þá. Margrét sagði að óskað hefði verið eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ekki eru líkur á að vind lægi á svæðinu fyrr en líður á morguninn.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Rangárþing ytra Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira