Innlent

Málum frestað í Landsrétti vegna dóms MDE

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skipan dómara við Landsrétt braut gegn Mannréttindasáttmála Evrópu.
Skipan dómara við Landsrétt braut gegn Mannréttindasáttmála Evrópu. Vísir/vilhelm

Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna nýfallins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) þess efnis að ekki hafi verið staðið löglega að skipan dómara við réttinn.

Þrír dómarar af þeim fjórum sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögur hæfnisnefndar eru við störf við réttinn.

Verður málum þessara þriggja dómara, þeirra Arnfríðar Einarsdóttur, Ásmunds Helgasonar og Jóns Finnbjörnssonar, frestað út vikuna að minnsta kosti að sögn Björns L. Bergssonar, skrifstofustjóra Landsréttar. Fjórði dómarinn er Ragnheiður Bragadóttir en hún er í námsleyfi.

Björn segir að verið sé að tilkynna málsaðilum um frestun málanna en Landsréttur mun síðan greina dóminn nánar og ítarlegar.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.