Innlent

Hælisleitendur boðaðir á fund með forsætisráðuneytinu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá mótmælunum á Austurvelli í gær.
Frá mótmælunum á Austurvelli í gær. Vísir/vilhelm
Hælisleitendur sem staðið hafa að mótmælum á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur hafa verið boðaðir á fund með fulltrúum forsætisráðuneytisins í húsnæði Rauða krossins í Efsta leiti klukkan 15 í dag.Til nokkurra átaka kom milli lögreglu og mótmælenda á Austurvelli í gær þegar nokkrir tugir manna söfnuðust saman til að mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi.Hælisleitendurnir, sem mótmælt hafa undir merkjum Facebook-síðunnar Refugees in Iceland, hafa undanfarið krafist funda með dómsmálaráðherra og forsætisráðherra.Elínborg Harpa Önundardóttir, aktívisti hjá No Borders Iceland, segir í samtali við Vísi að fjölbreyttur hópur hælisleitenda muni ræða kröfur sínar á fundinum í dag. Þá segir hún að lagt verði áherslu á að mál þeirra u.þ.b. fimmtíu einstaklinga sem mótmælt hafa undanfarnar vikur hljóti efnislega meðferð.Aftur er boðað til mótmæla vegna slæmra aðstæðna hælisleitenda á Austurvelli klukkan 17 í dag.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.