Innlent

Piparúða beitt á mótmælendur á Austurvelli og tveir handteknir

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Á myndinni má sjá að lögreglan hefur hér yfirbugað einstakling.
Á myndinni má sjá að lögreglan hefur hér yfirbugað einstakling.
Mikill hiti hefur færst í mótmæli við Austurvöll þar sem nokkrir tugir höfðu komið saman til þess að mótmæla aðstæðum hælisleitenda hérlendis.Sjá einnig: Til stimpinga kom á Austurvelli vegna tilraunar til að tjaldaSamkvæmt heimildum fréttastofu hefur piparúða verið beitt á mótmælendur. Þá hefur lögregla staðfest að tveir hafi verið handteknir á vettvangi.Hér að neðan má sjá myndband frá mótmælunum, en þegar rúm mínúta er liðin af myndskeiðinu má sjá þegar stimpingar milli lögreglu og mótmælenda hefjast.

Uppfært 18:55: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að lögregla hefði beitt táragasi á mótmælendur. Hið rétta er að mun líklegra er að um piparúða sé að ræða, en það hefur þó ekki fengist staðfest frá lögreglu. Piparúða hefur verið beitt á mótmælendur.
Lögreglan sést hér bera einn mótmælanda burt.

Tengd skjöl


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.