Innlent

Piparúða beitt á mótmælendur á Austurvelli og tveir handteknir

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Á myndinni má sjá að lögreglan hefur hér yfirbugað einstakling.
Á myndinni má sjá að lögreglan hefur hér yfirbugað einstakling.

Mikill hiti hefur færst í mótmæli við Austurvöll þar sem nokkrir tugir höfðu komið saman til þess að mótmæla aðstæðum hælisleitenda hérlendis.

Sjá einnig: Til stimpinga kom á Austurvelli vegna tilraunar til að tjalda

Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur piparúða verið beitt á mótmælendur. Þá hefur lögregla staðfest að tveir hafi verið handteknir á vettvangi.

Hér að neðan má sjá myndband frá mótmælunum, en þegar rúm mínúta er liðin af myndskeiðinu má sjá þegar stimpingar milli lögreglu og mótmælenda hefjast.


Uppfært 18:55: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að lögregla hefði beitt táragasi á mótmælendur. Hið rétta er að mun líklegra er að um piparúða sé að ræða, en það hefur þó ekki fengist staðfest frá lögreglu. 

Piparúða hefur verið beitt á mótmælendur.
Lögreglan sést hér bera einn mótmælanda burt.

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.