Innlent

Boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum

Atli Ísleifsson skrifar
Bessastaðir.
Bessastaðir. vísir/vilhelm

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman til fundar á Bessastöðum á morgun, fimmtudaginn 14. mars klukkan 16.00.

Þetta kemur fram í tilkynningu forsætisráðuneytinu. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra tilkynnti fyrr í dag að hún ætlaði að stíga til hliðar til tímabundið á meðan dómur Mannréttindadómstólsins er til skoðunar.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir tvo möguleika í stöðunni varðandi hvernig brugðist verði við brotthvarfi Sigríðar Á. Andersen úr stóli dómsmálaráðherra. Sagði Bjarni einn möguleikann vera að annar ráðherra taki við skyldum dómsmálaráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×