„Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. mars 2019 16:45 Forsætisráðherra hefur fulla trú á að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýskipaður dómsmálaráðherra, muni standa sig vel í embættinu. Vísir/stöð 2 „Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, um Landsdómsmálið svokallaða og þau stóru verkefni sem bíða ríkisstjórnarinnar eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að skipan dómara við Landsrétt hefði verið ólögmæt. Þetta segir Katrín rétt áður en hún hélt til fundar ríkisráðsins að Bessastöðum þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar-og nýsköpunarmála tekur við embætti dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Katrín segist vera ánægð með hina nýju ráðstöfun og treystir Þórdísi til að standa sig vel. „Ég held að Þórdís muni bara valda þessu verkefni vel eins og öðrum þeim verkefnum sem hún heldur utan um og að þetta verði bara farsæl ráðstöfun.“ Þegar Katrín er spurð hvort það stæði til að Sigríður taki við embættinu að nýju svarar hún: „Eins og fram hefur komið þá segir hún af sér, hættir eða stígur til hliðar - eða hvaða orð sem fólki finnst heppilegast að nota um það - til þess að það sé hægt að leiða þau mál sem eru uppi sem er auðvitað stóra málið í þessu öllu saman þar er að segja viðbrögð stjórnvalda við úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu. Að það skapist vinnufriður um þau mál og að það verði hægt að leiða þau til lykta með farsælum hætti. Og það er allsendis óvíst hve langan tíma það mun taka. Það er auðvitað stóra viðfangsefnið sem blasir við íslenskum stjórnvöldum að leysa úr þeim málum.“ Katrín segir að hún hafi kallað til sérfræðinga til að veita sér ráðgjöf í málinu. „Ég mun að sjálfsögðu vinna það með nýjum dómsmálaráðherra sem ber ábyrgð á því hvernig þessum málum verður lent þannig að ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst.“ Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mættur til fundar Formaður flokksins ræðir við þingmenn um ráðherraskipan. 14. mars 2019 14:29 Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar Sjá meira
„Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, um Landsdómsmálið svokallaða og þau stóru verkefni sem bíða ríkisstjórnarinnar eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að skipan dómara við Landsrétt hefði verið ólögmæt. Þetta segir Katrín rétt áður en hún hélt til fundar ríkisráðsins að Bessastöðum þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar-og nýsköpunarmála tekur við embætti dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Katrín segist vera ánægð með hina nýju ráðstöfun og treystir Þórdísi til að standa sig vel. „Ég held að Þórdís muni bara valda þessu verkefni vel eins og öðrum þeim verkefnum sem hún heldur utan um og að þetta verði bara farsæl ráðstöfun.“ Þegar Katrín er spurð hvort það stæði til að Sigríður taki við embættinu að nýju svarar hún: „Eins og fram hefur komið þá segir hún af sér, hættir eða stígur til hliðar - eða hvaða orð sem fólki finnst heppilegast að nota um það - til þess að það sé hægt að leiða þau mál sem eru uppi sem er auðvitað stóra málið í þessu öllu saman þar er að segja viðbrögð stjórnvalda við úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu. Að það skapist vinnufriður um þau mál og að það verði hægt að leiða þau til lykta með farsælum hætti. Og það er allsendis óvíst hve langan tíma það mun taka. Það er auðvitað stóra viðfangsefnið sem blasir við íslenskum stjórnvöldum að leysa úr þeim málum.“ Katrín segir að hún hafi kallað til sérfræðinga til að veita sér ráðgjöf í málinu. „Ég mun að sjálfsögðu vinna það með nýjum dómsmálaráðherra sem ber ábyrgð á því hvernig þessum málum verður lent þannig að ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er bara verkefni sem þarf að takast á við og verður leyst.“
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mættur til fundar Formaður flokksins ræðir við þingmenn um ráðherraskipan. 14. mars 2019 14:29 Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mættur til fundar Formaður flokksins ræðir við þingmenn um ráðherraskipan. 14. mars 2019 14:29
Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30
Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07