Innlent

Orkusalan vill virkja í Fljótum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Í Fljótum.
Í Fljótum. Fréttablaðið/Pjetur

Fulltrúar Orkusölunnar mættu á fund byggðarráðs Skagafjarðar á dögunum að kynna fyrirhuguð virkjunaráform í Tungudal í Fljótum.

„Málið hefur ekki áður komið inn á borð byggðarráðs enda málið á algeru frumstigi.

Eftir fyrstu kynningu er ljóst að meta þarf áhrif slíkrar framkvæmdar fyrir Fljótin og Skagafjörð, en virkjunin myndi framleiða um 2 MW af rafmagni,“ bókaði byggðarráðið.

„Ljóst er að afla þarf frekari gagna og fara í meiri rannsóknarvinnu á svæðinu ætli forsvarsmenn þessa verkefnis að halda með það áfram.“

Málið var síðan tekið fyrir í sveitarstjórn á miðvikudag sem tók í sama streng.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.