Sport

Halldór Logi keppir á stóru glímumóti í London í kvöld

Pétur Marinó Jónsson skrifar

Halldór Logi Valsson keppir á Polaris glímukvöldinu í London í kvöld. Um er að ræða einn stærsta glímuviðburð Evrópu en Halldór fékk boð um að keppa á mótinu.

Polaris glímukvöldið fer fram í London í kvöld í O2 höllinni rétt eins og bardagi Gunnars á morgun. Glímukvöldið fer fram í minni sal en byrjar rétt eftir að sjónvarpsvigtunin klárast í O2 höllinni.

Á Polaris er 14 spennandi glímum raðað saman og hafa mörg stór nöfn í glímuheiminum á borð við Jake Shields, Garry Tonon, Ben Henderson og Dillon Danis keppt á mótinu.

Halldór Logi er svart belti í brasilísku jiu-jitsu undir Gunnari Nelson og mætir Frederic Vosgrone í 15 mínútna glímu. Halldór er í fimmtu glímu kvöldsins en 14 glímur eru á dagskrá.  Glímukvöldið er sýnt á Fight Pass rás UFC en fyrstu átta glímunum (þar á meðal glíman hans Halldórs) verður streymt ókeypis á Fight Pass. Halldór er tilbúinn fyrir erfiða glímu í kvöld.

Glímukvöldið hefst kl. 19:00 á Fight Pass en Halldór mun keppa um það bil kl. 19:30-20:00 á íslenskum tíma í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.