Innlent

Hættustigi var lýst yfir á Reykjavíkurflugvelli vegna kennsluvélar

Birgir Olgeirsson skrifar
Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri.
Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri. Vísir/Vilhelm

Hættustigi var lýst yfir á Reykjavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna kennsluvélar sem lenti í vandræðum á flugi. Neyðarkall barst frá vélinni klukkan 12:56 um að ekki næðist fullt afl í vélina fyrir lendingu.

Tveir voru um borð í vélinni og var ákveðið að lýsa yfir hættustigi á Reykjavíkurflugvelli með grænum litakóða sem miðast við ef færri en tíu eru um borð í vél sem lendir í vandræðum.

Fimm mínútum eftir að hættustiginu var lýst yfir lenti vélin vandkvæðalaust á Reykjavíkurflugvelli og hættustiginu aflýst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.