Innlent

Sjö kjörin í stjórn VR

Sylvía Hall skrifar
Kosningaþátttaka var 7,88%.
Kosningaþátttaka var 7,88%. Vísir/Vilhelm

Nýir stjórnarmenn VR voru kjörnir í allsherjaratkvæðagreiðslu sem hófst þann 11. mars síðastliðinn. Atkvæðagreiðslunni lauk klukkan 12 á hádegi í dag.

Á kjörskrá voru alls 35.614, þar af greiddu 2806 atkvæði og var kosningaþátttaka því 7,88%.

Þrettán voru í framboði til stjórnar en sjö sæti eru í stjórn VR. Stjórnin er samkvæmt fléttulista og er hún kjörin til tveggja ára í senn.

Eftirtaldir eru í nýrri stjórn VR:
Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir
Ólafur Reimar Gunnarsson
Selma Árnadóttir
Sigurður Sigfússon
Harpa Sævarsdóttir
Björn Kristjánsson
Helga Ingólfsdóttir

Þá voru þrír varamenn kjörnir til eins árs og voru það þau Þorvarður Bergmann Kjartansson, Anna Þóra Ísafold og Sigmundur Halldórsson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.