Lífið

Búið að tilkynna alþjóðlegu dómnefndina í Söngvakeppninni

Sylvía Hall skrifar
Lögin tvö sem mætast í einvíginu taka með sér atkvæðin sem þau fengu úr fyrri umferð kvöldsins.
Lögin tvö sem mætast í einvíginu taka með sér atkvæðin sem þau fengu úr fyrri umferð kvöldsins. RÚV
Þessi skipa alþjóðlegu dómnefndina í Söngvakeppninni Búið er að tilkynna þá sem skipa alþjóðlegu dómnefndina í Söngvakeppnina í ár en samkvæmt reglum keppninnar skal það gert fyrir úrslitakeppnina sjálfa. Dómnefndin er skipuð tíu aðilum víðsvegar af úr Evrópu og hefur hún helmingsvægi gagnvart símakosningu í fyrri kosningu kvöldsins. 

Eftir fyrri símakosningu fara tvö efstu lögin í einvígi og verður þá aðeins hægt að greiða atkvæði með símakosningu á milli þeirra laga. Líkt og áður hefur verið greint frá var fyrirkomulagi keppninnar breytt í ár og munu lögin tvö halda þeim atkvæðum sem þau fengu í fyrri umferð símakosningarinnar, bæði frá dómnefnd og áhorfendum. 

Sjá einnig: Atkvæðin fylgja lögunum í úrslitin

Stigahæsta lag kvöldsins verður framlag Íslands í Eurovision í ár sem fer fram í Tel Aviv í Ísrael í maí.

Úrslitakvöld Söngvakeppninnar fer fram í Laugardalshöll í kvöld kl. 19:45 og verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV.



Alþjóðlega dómnefndin er svo skipuð:

Birgit Simal frá Belgíu - sjónvarpsframleiðandi hjá belgíska ríkissjónvarpinu

Jan Bors frá Tékklandi – tónlistarþáttaframleiðandi

Karin Gunnarsson frá Svíþjóð - tónlistarráðgjafi Sænska ríkissjónvarpsins

Anders M. Tangen frá Noregi - sjónvarps- og útvarpsþáttastjórnandi

Eleni Foureira frá Grikklandi – söngkona og flytjandi framlags Grikklands í Eurovision 2018

Konstantin Hudov frá Aserbaídsjan - fjölmiðlafulltrúi í Eurovision hjá ríkissjónvarpinu í Aserbaídsjan

Molly Plank frá Danmörku - framleiðandi hjá danska ríkissjónvarpinu

Þorsteinn Hreggviðsson frá Íslandi - dagskrárgerðarmaður á Rás 2 

Sigríður Thorlacius frá Íslandi – söngkona

Haraldur Freyr Gíslason frá Íslandi - tónlistarmaður


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×