Auka þarf stuðning við börn sem upplifa skilnað Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2019 20:00 Um 66 prósent barna sem rætt er við vegna skilnaðar eða sambúðarslita foreldra þeirra, eru þegar komin með stjúpfjölskyldu þegar leysa á úr ágreiningi hjá sýslumanni, en aðeins um helmingur mála endar með sátt. Félagsráðgjafi segir biðlista eftir sáttameðferð óásættanlega því hver dagur í lífi barns skipti máli. Samkvæmt skráningu í þjóðskrá eru í kringum 100 lögskilnaðir í hverjum mánuði og hefur sú tala haldist að mestu frá því fyrstu upplýsingar voru skráðar árið 1990. Stundum þarf að leita sátta eftir skilnað eða sambúðarslit og finna lausnir í umgengi við börnin. Árið 2017 komu 320 umgengnismál inn á borð sýslumanns og þar af fóru 215 í sáttameðferð. Forsjár og lögheimilismál voru 760 og 258 af þeim enduðu í sáttameðferð. Skilnaðmálin voru 813 og 41 af þeim fór í sáttameðferð. En 58 prósent allra þeirra mála sem enda í sáttameðferð enda með sátt.Börn kvarta undan sömu hlutunum Sérfræðingur í málefnum barna hjá sýslumanni segir að auka þurfi stuðning við börn sem ganga í gegnum skilnað foreldra sinna. „Fólk er ekkert alltaf að átta sig á því þegar það er að slíta sambúð hvað mun taka við og kannski vantar ákveðin farveg í samfélaginu. Til dæmis öfluga skilnaðarráðgjöf eða að fólk gæti bara átt aðgengi að góðri ráðgjöf áður en það hefur mál hjá sýslumanni. Þá væri jafnvel hægt að leysa mjög mörg þessara mála þannig að þau verði ekki stjórnsýslumál.," segir Valgerður Halldórsdóttir, fjölskyldu- og félagsráðgjafi. Hún skimaði rúmlega fjörtíu viðtöl við börn hjá sýslumanninum í Reykjavík og ræddi við aðra sérfræðinga um hvaða skilaboð börnin eru með til fullorðna fólksins. „Það eru mörg börn að kvarta undan sömu hlutunum. Sem virðast koma upp aftur og aftur. Til dæmis óhóflegur þrýstingur foreldra. Viltu ekki vera hjá mér? Viltu ekki vera hjá mér? Svona reyna að fá barnið á sitt band. Það gerir það að verkum að börn gætu forðast foreldri sitt,“ segir hún. Valgerður bendir einnig á að fjöldi barna sé þegar komin með stjúpfjölskyldur þegar málin koma inn til sýslumanns en manneklu í embættinu jafnvel gera það að verkum að málin fái ekki nógu skjóta afgreiðslu og biðlista myndast. „Það segir sig sjálft að þessi biðlisti er ekki boðlegur neinum. Hver dagur í lífi barns er verðmætur, þannig að það að láta börn bíða í marga mánuði er ekki boðlegt heldur,“ segir hún og bendir á að aðeins séu fjögur stöðugildi sáttamanna og sérfræðinga sem eiga að þjóna öllu landinu og eingöngu ellefu fulltrúar á fjölskyldusviði sýslumanns og því ekki margar hendur að vinna verkefnin. Börn og uppeldi Stjórnsýsla Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Um 66 prósent barna sem rætt er við vegna skilnaðar eða sambúðarslita foreldra þeirra, eru þegar komin með stjúpfjölskyldu þegar leysa á úr ágreiningi hjá sýslumanni, en aðeins um helmingur mála endar með sátt. Félagsráðgjafi segir biðlista eftir sáttameðferð óásættanlega því hver dagur í lífi barns skipti máli. Samkvæmt skráningu í þjóðskrá eru í kringum 100 lögskilnaðir í hverjum mánuði og hefur sú tala haldist að mestu frá því fyrstu upplýsingar voru skráðar árið 1990. Stundum þarf að leita sátta eftir skilnað eða sambúðarslit og finna lausnir í umgengi við börnin. Árið 2017 komu 320 umgengnismál inn á borð sýslumanns og þar af fóru 215 í sáttameðferð. Forsjár og lögheimilismál voru 760 og 258 af þeim enduðu í sáttameðferð. Skilnaðmálin voru 813 og 41 af þeim fór í sáttameðferð. En 58 prósent allra þeirra mála sem enda í sáttameðferð enda með sátt.Börn kvarta undan sömu hlutunum Sérfræðingur í málefnum barna hjá sýslumanni segir að auka þurfi stuðning við börn sem ganga í gegnum skilnað foreldra sinna. „Fólk er ekkert alltaf að átta sig á því þegar það er að slíta sambúð hvað mun taka við og kannski vantar ákveðin farveg í samfélaginu. Til dæmis öfluga skilnaðarráðgjöf eða að fólk gæti bara átt aðgengi að góðri ráðgjöf áður en það hefur mál hjá sýslumanni. Þá væri jafnvel hægt að leysa mjög mörg þessara mála þannig að þau verði ekki stjórnsýslumál.," segir Valgerður Halldórsdóttir, fjölskyldu- og félagsráðgjafi. Hún skimaði rúmlega fjörtíu viðtöl við börn hjá sýslumanninum í Reykjavík og ræddi við aðra sérfræðinga um hvaða skilaboð börnin eru með til fullorðna fólksins. „Það eru mörg börn að kvarta undan sömu hlutunum. Sem virðast koma upp aftur og aftur. Til dæmis óhóflegur þrýstingur foreldra. Viltu ekki vera hjá mér? Viltu ekki vera hjá mér? Svona reyna að fá barnið á sitt band. Það gerir það að verkum að börn gætu forðast foreldri sitt,“ segir hún. Valgerður bendir einnig á að fjöldi barna sé þegar komin með stjúpfjölskyldur þegar málin koma inn til sýslumanns en manneklu í embættinu jafnvel gera það að verkum að málin fái ekki nógu skjóta afgreiðslu og biðlista myndast. „Það segir sig sjálft að þessi biðlisti er ekki boðlegur neinum. Hver dagur í lífi barns er verðmætur, þannig að það að láta börn bíða í marga mánuði er ekki boðlegt heldur,“ segir hún og bendir á að aðeins séu fjögur stöðugildi sáttamanna og sérfræðinga sem eiga að þjóna öllu landinu og eingöngu ellefu fulltrúar á fjölskyldusviði sýslumanns og því ekki margar hendur að vinna verkefnin.
Börn og uppeldi Stjórnsýsla Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira