Rándýr Roma-herferð virðist hafa farið öfugt ofan í Hollywood Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2019 21:15 Alfonso Cuarón fór ekki tómhentur heim um síðustu helgi. Vísir/Getty Svo virðist sem að rándýr auglýsingaherferð Netflix sem ætluð var til þess að tryggja kvikmyndinni Roma í leikstjórn Alfonso Cuarón Óskarsverðlaunin sem besta myndin hafi haft þveröfug áhrif.Þetta kemur fram í umfjöllun Vulture um herferðina en talið er að Netflix hafi eytt 25 milljónum dollara, um þremur milljörðum króna, í herferð sem átti að vekja athygli á myndinni og beint var að kjósendum í Bandarísku kvikmyndaakademíunni sem hafa kosningarétt þegar kemur að Óskarsverðlaununum. Sökum herferðarinnar var talið mjög líklegt að Roma, fyrsta tilnefning Netflix í flokki bestu mynda á Óskarsverðlaununum, myndi hreppa verðlaunin. Þau féllu hins vegar í skaut Green Book í leikstjórn Peter Farrelly. Í grein Vulture kemur fram að samkvæmt samtölum við fjölda atkvæðabærra meðlima akademíunnar sem og sérfræðinga í geiranum hafi hin rándýra herferð haft þveröfug áhrif. „Þeir sem ég talaði við sögðu að þeir ætluðu sér ekki að setja myndina í 1. eða 2. sæti hjá sér til þess að senda þau skilaboð að það væri ekki hægt að kaupa verðlaunin,“ er haft eftir einum heimildarmanni Vulture en yfirleitt eyða kvikmyndaver um tíu til fimmtán milljónum dollara, um 1-2 milljörðum króna, til þess að kynna tilteknar myndir fyrir meðlimum akademíunnar.Þá kemur einnig fram að atkvæðagreiðslan hafi að einhverju leyti farið að snúast um Netflix gegn hinum hefðbundnu kvikmyndaframleiðendum. Netflix hefur á undanförnum árum komið sem stormsveipur inn í sjónvarps- og kvikmyndaheiminn og veitt hefðbundnum kvikmyndastúdíóum harða samkeppni með því að framleiða og dreifa eigin efni. Þá hefur tilkoma Netflix einnig glætt framleiðslu sjónvarpsþátta nýju lífi, á kostnað kvikmynda. Mikil pólitík er á bak við tjöldin fyrir hverja Óskarsverðlaunahátíð og hart er barist um hvaða leikarar og hvaða myndir hreppi verðlaunin eftirsóttu. Heill her manna kemur að kynningarmálum og í grein Vulture kemur fram að þeir sem störfuðu að kynningarmálum fyrir aðrar myndir en Roma hafi lagt áherslu á að atkvæði til Roma væri atkvæði í garð Netflix. „Og þar með atkvæði í þágu dauða kvikmynda af hálfu sjónvarps,“ er haft eftir heimildarmanni Vulture. Hvorki Netflix né Cuarón fóru þó tómhent heim eftir Óskarsverðlaunahátíðuna um síðustu helgi. Myndin hlaut verðlaun sem besta erlenda myndin og Alfonso Cuarón fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn og bestu kvikmyndatöku fyrir vinnu sína við Roma. Netflix Óskarinn Tengdar fréttir Spike Lee sagður hafa orðið fjúkandi reiður þegar Green Book vann Óskarinn Green Book hefur verið gagnrýnd og sögð barnaleg og gamaladags útgáfa af réttindabaráttu þeldökkra. 25. febrúar 2019 13:00 Rándýr gjafapoki stjarnanna á Óskarnum inniheldur ferð til Íslands Andvirði gjafapokans metið á tæpar tólf milljónir króna. 21. febrúar 2019 09:07 Green Book og Colman stálu senunni á Óskarnum Green Book var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt, þvert á spár flestra gagnrýnenda. 25. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira
Svo virðist sem að rándýr auglýsingaherferð Netflix sem ætluð var til þess að tryggja kvikmyndinni Roma í leikstjórn Alfonso Cuarón Óskarsverðlaunin sem besta myndin hafi haft þveröfug áhrif.Þetta kemur fram í umfjöllun Vulture um herferðina en talið er að Netflix hafi eytt 25 milljónum dollara, um þremur milljörðum króna, í herferð sem átti að vekja athygli á myndinni og beint var að kjósendum í Bandarísku kvikmyndaakademíunni sem hafa kosningarétt þegar kemur að Óskarsverðlaununum. Sökum herferðarinnar var talið mjög líklegt að Roma, fyrsta tilnefning Netflix í flokki bestu mynda á Óskarsverðlaununum, myndi hreppa verðlaunin. Þau féllu hins vegar í skaut Green Book í leikstjórn Peter Farrelly. Í grein Vulture kemur fram að samkvæmt samtölum við fjölda atkvæðabærra meðlima akademíunnar sem og sérfræðinga í geiranum hafi hin rándýra herferð haft þveröfug áhrif. „Þeir sem ég talaði við sögðu að þeir ætluðu sér ekki að setja myndina í 1. eða 2. sæti hjá sér til þess að senda þau skilaboð að það væri ekki hægt að kaupa verðlaunin,“ er haft eftir einum heimildarmanni Vulture en yfirleitt eyða kvikmyndaver um tíu til fimmtán milljónum dollara, um 1-2 milljörðum króna, til þess að kynna tilteknar myndir fyrir meðlimum akademíunnar.Þá kemur einnig fram að atkvæðagreiðslan hafi að einhverju leyti farið að snúast um Netflix gegn hinum hefðbundnu kvikmyndaframleiðendum. Netflix hefur á undanförnum árum komið sem stormsveipur inn í sjónvarps- og kvikmyndaheiminn og veitt hefðbundnum kvikmyndastúdíóum harða samkeppni með því að framleiða og dreifa eigin efni. Þá hefur tilkoma Netflix einnig glætt framleiðslu sjónvarpsþátta nýju lífi, á kostnað kvikmynda. Mikil pólitík er á bak við tjöldin fyrir hverja Óskarsverðlaunahátíð og hart er barist um hvaða leikarar og hvaða myndir hreppi verðlaunin eftirsóttu. Heill her manna kemur að kynningarmálum og í grein Vulture kemur fram að þeir sem störfuðu að kynningarmálum fyrir aðrar myndir en Roma hafi lagt áherslu á að atkvæði til Roma væri atkvæði í garð Netflix. „Og þar með atkvæði í þágu dauða kvikmynda af hálfu sjónvarps,“ er haft eftir heimildarmanni Vulture. Hvorki Netflix né Cuarón fóru þó tómhent heim eftir Óskarsverðlaunahátíðuna um síðustu helgi. Myndin hlaut verðlaun sem besta erlenda myndin og Alfonso Cuarón fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn og bestu kvikmyndatöku fyrir vinnu sína við Roma.
Netflix Óskarinn Tengdar fréttir Spike Lee sagður hafa orðið fjúkandi reiður þegar Green Book vann Óskarinn Green Book hefur verið gagnrýnd og sögð barnaleg og gamaladags útgáfa af réttindabaráttu þeldökkra. 25. febrúar 2019 13:00 Rándýr gjafapoki stjarnanna á Óskarnum inniheldur ferð til Íslands Andvirði gjafapokans metið á tæpar tólf milljónir króna. 21. febrúar 2019 09:07 Green Book og Colman stálu senunni á Óskarnum Green Book var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt, þvert á spár flestra gagnrýnenda. 25. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira
Spike Lee sagður hafa orðið fjúkandi reiður þegar Green Book vann Óskarinn Green Book hefur verið gagnrýnd og sögð barnaleg og gamaladags útgáfa af réttindabaráttu þeldökkra. 25. febrúar 2019 13:00
Rándýr gjafapoki stjarnanna á Óskarnum inniheldur ferð til Íslands Andvirði gjafapokans metið á tæpar tólf milljónir króna. 21. febrúar 2019 09:07
Green Book og Colman stálu senunni á Óskarnum Green Book var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt, þvert á spár flestra gagnrýnenda. 25. febrúar 2019 06:15