Borgin varið þremur milljörðum í akstur, leigubíla og flugfargjöld Birgir Olgeirsson skrifar 7. mars 2019 20:59 Svar fjármálaskrifstofunnar var tekið fyrir á fundi borgarráðs í dag. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur varið þremur milljörðum í akstur starfsmanna, leigubíla og flugfargjöld á síðastliðnum átta árum. Á þessu tímabili nam kostnaður Reykjavíkurborgar vegna leigubíla 431 milljón króna og hefur borgin greitt starfsmönnum tvo milljarða í akstur á eigin bifreiðum frá árinu 2011. Kostnaðar borgarinnar vegna flugmiðakaupa á síðustu átta árum hefur numið 300 milljónum króna. Þetta kemur fram í svari fjármálaskrifstofu borgarinnar við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarráði. Spurðu þær Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir hversu mikla borgin hefur varið í leigubílakostnað, rekstrar- og stofnkostnað bifreiða, kaup á flugmiðum og hvernig meðhöndlun vildarpunkta fer fram. Allir þeir flokkar sem eiga fulltrúa í borgarráði lögðu fram bókun vegna svarsins á fundinum fyrr í dag. Borgarráðsfulltrúar meirihlutans, sem Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn skipa, sögðu í sinni bókun að farið hafi verið yfir aksturs- og bifreiðakostnað borgarinnar til hagræðingar og sparnaðar á undanförnum árum. Segja fulltrúarnir að í svari fjármálaskrifstofunnar komi fram að mikið hafi sparast með afnámi aksturssamninga við starfsfólk borgarinnar árið 2015 en í stað aksturssamninga hafa komið akstursdagbækur og notaðir eru leigubílar í völdum tilvikum.Fulltrúar meirihlutann segja sparnað hafa náðst með afnámi aksturssamninga.Vísir/Vilhelm„Alls hafa sparast um 700 milljónir vegna afnáms aksturssamninga á síðustu árum, en annar kostnaður aðeins hækkað á móti að hluta. Kostnaður vegna leigubíla hefur aukist á sama tímabili en vert er að benda á að kostnaðarauki vegna leigubíla á sama tímabili nemur tæplega 60 m.kr. sem er mun lægri fjárhæð. Þannig hafa sparast meira en 600 milljónir vegna þessarar einföldu aðgerðar. Afnám aksturssamninga var einnig mikilvæg aðgerð til að jafna kynbundinn launamun þar sem dýrari aksturssamningar fóru frekar til karla en kvenna,“ segir í bókun meirihlutans.„Getur hræsnin orðið meiri?“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sögðu í sinni bókun að ekkert af þessu hafi farið í útboð þrátt fyrir að fjárhæðirnar séu langt yfir viðmiðunarfjárhæðum.Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir eru tveir af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í borgarráði. Vísir/VilhelmVigdís Hauksdóttir bendir á í sinni bókun að Reykjavíkurborg hafi greitt sem nemur heilum bragga á átta árum í leigubíla. Henni finnst það skjóta skökku við að borgin hafi greitt rúma tvo milljarða vegna aksturssamninga á eigin bifreiðum á sama tíma. „Rétt er að minna á að stefna meirihlutans er að koma öllum almenningi í strætó á sama tíma. Getur hræsnin orðið meiri? Eyðslan er bæði stjórn- og eftirlitslaus og alla yfirsýn vantar því fram kemur að yfirmaður hvers sviðs, skrifstofu eða stofnunar ákveður hvaða starfsmenn hafa heimild til að nota leigubíla að vild,“ segir í bókun Vigdísar.Vigdís Hauksdóttir, áheyrnafulltrúi Miðaflokksins í borgarráði, vill meina að eyðsla sé stjórn- og eftirlitslaus. Vísir/VilhelmVildarpunktar tengdir kennitölu þess sem ferðast Hún segir það með ólíkindum að Reykjavíkurborg hafi greitt rúman hálfan milljarð í bílaleigubíla á þessu tímabili. Samtals hafi kostnaður Reykjavíkurborgar vegna samgöngustyrkja numið þremur milljörðum síðastliðin átta ár. Í svari fjármálaskrifstofu borgarinnar kom fram að ekki hafi verið farið í útboð á flugfargjöldum en í gildi eru afsláttarsamningar við Icelandair. Einnig var í gildi samskonar samningur við WOW Air þar til í mars 2015 en í svarinu kemur fram að WOW vildi ekki framlengja samninginn. Þá kemur einnig fram í svarinu að vildarpunktar, sem skapast við flugmiðakaup, eru tengdir kennitölu þess sem ferðast og falla því ekki í skaut þess sem greiðir fargjaldið, það er að segja borgarinnar.Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnafulltrúi Flokks fólksins í borgarráði, sagði ýmsar spurningar vakna þegar svar fjármálaskrifstofunnar er lesið. Vísir/VilhelmTaldi hækkunina sláandi Í svari fjármálaskrifstofunnar kemur fram að yfirmenn hvers sviðs, skrifstofu eða stofnunar ákveði hvaða starfsmenn hafi heimild til að nota leigubíla og að hluti kostnaðarins við leigubíla sé vegna aksturs skjólstæðinga borgarinnar. Kolbrún Baldursdóttir segir í sinni bókun að spurning vakni um hvort aðhald kunni að skorta í þetta kerfi eða hvort ekki þyrfti að skoða skipulagið eitthvað nánar. „Það er einnig sláandi að sjá hækkun sem hefur orðið t.d. frá 2011 til 2018 á kostnaði við leigubíla jafnvel þótt að skýra megi hækkunina að einhverju leyti vegna þess að árið 2014 var öllum aksturssamningum við starfsmenn borgarinnar sagt upp. Árið 2011 er kostnaður rúmar 37 milljónir en 69,5 milljónir árið 2018,“ segir í bókun Kolbrúnar. Borgarstjórn Leigubílar Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur varið þremur milljörðum í akstur starfsmanna, leigubíla og flugfargjöld á síðastliðnum átta árum. Á þessu tímabili nam kostnaður Reykjavíkurborgar vegna leigubíla 431 milljón króna og hefur borgin greitt starfsmönnum tvo milljarða í akstur á eigin bifreiðum frá árinu 2011. Kostnaðar borgarinnar vegna flugmiðakaupa á síðustu átta árum hefur numið 300 milljónum króna. Þetta kemur fram í svari fjármálaskrifstofu borgarinnar við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarráði. Spurðu þær Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir hversu mikla borgin hefur varið í leigubílakostnað, rekstrar- og stofnkostnað bifreiða, kaup á flugmiðum og hvernig meðhöndlun vildarpunkta fer fram. Allir þeir flokkar sem eiga fulltrúa í borgarráði lögðu fram bókun vegna svarsins á fundinum fyrr í dag. Borgarráðsfulltrúar meirihlutans, sem Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn skipa, sögðu í sinni bókun að farið hafi verið yfir aksturs- og bifreiðakostnað borgarinnar til hagræðingar og sparnaðar á undanförnum árum. Segja fulltrúarnir að í svari fjármálaskrifstofunnar komi fram að mikið hafi sparast með afnámi aksturssamninga við starfsfólk borgarinnar árið 2015 en í stað aksturssamninga hafa komið akstursdagbækur og notaðir eru leigubílar í völdum tilvikum.Fulltrúar meirihlutann segja sparnað hafa náðst með afnámi aksturssamninga.Vísir/Vilhelm„Alls hafa sparast um 700 milljónir vegna afnáms aksturssamninga á síðustu árum, en annar kostnaður aðeins hækkað á móti að hluta. Kostnaður vegna leigubíla hefur aukist á sama tímabili en vert er að benda á að kostnaðarauki vegna leigubíla á sama tímabili nemur tæplega 60 m.kr. sem er mun lægri fjárhæð. Þannig hafa sparast meira en 600 milljónir vegna þessarar einföldu aðgerðar. Afnám aksturssamninga var einnig mikilvæg aðgerð til að jafna kynbundinn launamun þar sem dýrari aksturssamningar fóru frekar til karla en kvenna,“ segir í bókun meirihlutans.„Getur hræsnin orðið meiri?“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sögðu í sinni bókun að ekkert af þessu hafi farið í útboð þrátt fyrir að fjárhæðirnar séu langt yfir viðmiðunarfjárhæðum.Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir eru tveir af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í borgarráði. Vísir/VilhelmVigdís Hauksdóttir bendir á í sinni bókun að Reykjavíkurborg hafi greitt sem nemur heilum bragga á átta árum í leigubíla. Henni finnst það skjóta skökku við að borgin hafi greitt rúma tvo milljarða vegna aksturssamninga á eigin bifreiðum á sama tíma. „Rétt er að minna á að stefna meirihlutans er að koma öllum almenningi í strætó á sama tíma. Getur hræsnin orðið meiri? Eyðslan er bæði stjórn- og eftirlitslaus og alla yfirsýn vantar því fram kemur að yfirmaður hvers sviðs, skrifstofu eða stofnunar ákveður hvaða starfsmenn hafa heimild til að nota leigubíla að vild,“ segir í bókun Vigdísar.Vigdís Hauksdóttir, áheyrnafulltrúi Miðaflokksins í borgarráði, vill meina að eyðsla sé stjórn- og eftirlitslaus. Vísir/VilhelmVildarpunktar tengdir kennitölu þess sem ferðast Hún segir það með ólíkindum að Reykjavíkurborg hafi greitt rúman hálfan milljarð í bílaleigubíla á þessu tímabili. Samtals hafi kostnaður Reykjavíkurborgar vegna samgöngustyrkja numið þremur milljörðum síðastliðin átta ár. Í svari fjármálaskrifstofu borgarinnar kom fram að ekki hafi verið farið í útboð á flugfargjöldum en í gildi eru afsláttarsamningar við Icelandair. Einnig var í gildi samskonar samningur við WOW Air þar til í mars 2015 en í svarinu kemur fram að WOW vildi ekki framlengja samninginn. Þá kemur einnig fram í svarinu að vildarpunktar, sem skapast við flugmiðakaup, eru tengdir kennitölu þess sem ferðast og falla því ekki í skaut þess sem greiðir fargjaldið, það er að segja borgarinnar.Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnafulltrúi Flokks fólksins í borgarráði, sagði ýmsar spurningar vakna þegar svar fjármálaskrifstofunnar er lesið. Vísir/VilhelmTaldi hækkunina sláandi Í svari fjármálaskrifstofunnar kemur fram að yfirmenn hvers sviðs, skrifstofu eða stofnunar ákveði hvaða starfsmenn hafi heimild til að nota leigubíla og að hluti kostnaðarins við leigubíla sé vegna aksturs skjólstæðinga borgarinnar. Kolbrún Baldursdóttir segir í sinni bókun að spurning vakni um hvort aðhald kunni að skorta í þetta kerfi eða hvort ekki þyrfti að skoða skipulagið eitthvað nánar. „Það er einnig sláandi að sjá hækkun sem hefur orðið t.d. frá 2011 til 2018 á kostnaði við leigubíla jafnvel þótt að skýra megi hækkunina að einhverju leyti vegna þess að árið 2014 var öllum aksturssamningum við starfsmenn borgarinnar sagt upp. Árið 2011 er kostnaður rúmar 37 milljónir en 69,5 milljónir árið 2018,“ segir í bókun Kolbrúnar.
Borgarstjórn Leigubílar Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira