Innlent

Úr­skurðaður í gæslu­varð­hald eftir að hafa hleypt úr byssu

Atli Ísleifsson skrifar
Mennirnir voru allir í annarlegu ástandi þegar þeir voru handteknir.
Mennirnir voru allir í annarlegu ástandi þegar þeir voru handteknir. vísir/vilhelm
Karlmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald í kvöld eftir að hafa hleypt úr byssu í Súðarvogi í Reykjavík í morgun. Þetta segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi.

Alls voru fjórir handteknir í aðgerðum lögreglu og var ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald yfir einum þeirra að loknum yfirheyrslu. Við því var orðið og hefur manninum verið gert að sæta gæsluvarðhaldi til föstudags.

Mennirnir voru allir í annarlegu ástandi þegar þeir voru handteknir og hófust yfirheyrslur yfir mönnunum síðdegis. Þeir hafa áður komið komið við sögu lögreglu.

Tilkynning um skothvelli barst klukkan 6:20 í morgun og þegar lögregla kom á vettvang voru skothvellirnir þagnaðir. Tveir menn sem voru í íbúð í húsinu voru handteknir ásamt tveimur til viðbótar sem staddir voru utandyra. Lagði lögregla hald á skotvopn sem fannst í húsinu auk nokkurra skothylkja sem fundust á vettvangi. Byssukúlur höfnuðu í tveimur bílum sem stóðu fyrir utan húsið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×