Innlent

Lík­lega farið fram á gæslu­varð­hald yfir einum

Atli Ísleifsson skrifar
Byssukúlur höfnuðu í tveimur bílum sem stóðu fyrir utan húsið.
Byssukúlur höfnuðu í tveimur bílum sem stóðu fyrir utan húsið. vísir/vilhelm
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu mun líklega fara fram á gæsluvarðhald yfir einum manni eftir að skotum var hleypt af í Vogahverfi í Reykjavík snemma í morgun.

Þetta segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Fjórir voru handteknir vegna málsins í morgun. Voru þeir í annarlegu ástandi og hófust yfirheyrslur yfir mönnunum nú síðdegis.

Jóhann Karl segir atvikið hafa átt sér stað við hús í Súðarvogi og að mennirnir hafi áður komið við sögu lögreglunnar.

Tilkynning um skothvelli barst klukkan 6:20 í morgun og þegar lögregla kom á vettvang voru skothvellirnir þagnaðir. Tveir menn sem voru í íbúð í húsinu voru handteknir ásamt tveimur til viðbótar sem staddir voru utandyra. Lagði lögregla hald á skotvopn sem fannst í húsinu auk nokkurra skothylkja sem fundust á vettvangi.

Byssukúlur höfnuðu í tveimur bílum sem stóðu fyrir utan húsið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×