Hver dagur þakkarverður Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Þetta eru skemmtileg tímamót og ekki má gleyma að þakka fyrir heilsuna, segir hin síunga Ólöf Kolbrún sem fagnar sjötugsafmæli með stæl. Fréttablaðið/Ernir „Ég ákvað að halda tónleika í tilefni sjötugsafmælisins um næstu helgi. Ætla þó ekki að syngja sjálf, heldur hef safnað saman góðum kröftum til að koma fram. Ég hef kennt svo mörgum söngvurum gegnum tíðina og margt af þessu fólki vann með Jóni líka í kórunum hans,“ segir Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngvari sem á sjötugsafmæli í dag. Þegar eiginmaður hennar, Jón Stefánsson organisti, dó fyrir þremur árum var lagður grunnur að minningarsjóði um hann sem er ætlaður til að styrkja efnilegt tónlistarfólk á háskólastigi sem þarf á fjárhagsaðstoð að halda. Því segir Ólöf Kolbrún eiga vel við að safna í minningarsjóðinn hans með tónleikum í tilefni afmælis hennar og líka veita úr honum í fyrsta sinn. „Það er í anda Jóns og þannig vil ég hafa það,“ segir hún og bætir við að sterkur hópur hafi myndast sem kalli sig Jónsavinafélagið, hann hittist reglulega og syngi saman. „Svo koma kórar Langholtskirkju fram, enda eru tónleikarnir í kirkjunni.“ Ólöf Kolbrún kennir bæði við Söngskólann í Reykjavík og söngdeild Listaháskólans og lætur vel af því. „Ég ætla að halda áfram að vinna meðan ég er með „fulde fem!“ Finnst ég vera lukkunnar pamfíll að fá að vinna við það sem mér þykir vænst um að gera og kann best. Ég er í grunninn kennari og var við almenna kennslu í fimm ár. Síðan fór ég í framhaldsnám í tónlist til Vínarborgar á sínum tíma, eftir það fór boltinn að rúlla og ég söng mörg hlutverk í Þjóðleikhúsinu og Óperunni – einhvern veginn eru allt í einu 50 ár í starfi bara liðin.“ Spurð um eftirminnilegasta hlutverkið svarar Ólöf Kolbrún. „Violetta í La Traviata var það fyrsta stóra en á hverjum tíma er það hlutverkið sem maður er að glíma við sem stendur hjartanu næst. Mér finnst líka gaman að upplifa að þegar ég hlusta á óperu núna sem ég hef sungið, þá dett ég inn í hana. En í raun hefur þetta verið samfellt, viðburðaríkt, fallegt líf, að mínu mati, eitthvað til að þakka fyrir. Hver afmælisdagur og í raun hver dagur er þakkarverður. En á stórum tímamótum eins og nú þá staldrar maður við og mér fannst þau vera þess virði að minnast starfs okkar hjóna í sameiningu.“ Hún þvertekur fyrir að ætla að taka lagið sjálf. „Ég get alveg notað röddina mína en ég er hætt að troða upp,“ segir hún ákveðin. „Maður getur ekki bæði verið að framleiða söngvara og taka af þeim vinnuna. Það er ekki viðeigandi! Ég er alveg laus við að þurfa að eiga sviðið.“ gun@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Sjá meira
„Ég ákvað að halda tónleika í tilefni sjötugsafmælisins um næstu helgi. Ætla þó ekki að syngja sjálf, heldur hef safnað saman góðum kröftum til að koma fram. Ég hef kennt svo mörgum söngvurum gegnum tíðina og margt af þessu fólki vann með Jóni líka í kórunum hans,“ segir Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperusöngvari sem á sjötugsafmæli í dag. Þegar eiginmaður hennar, Jón Stefánsson organisti, dó fyrir þremur árum var lagður grunnur að minningarsjóði um hann sem er ætlaður til að styrkja efnilegt tónlistarfólk á háskólastigi sem þarf á fjárhagsaðstoð að halda. Því segir Ólöf Kolbrún eiga vel við að safna í minningarsjóðinn hans með tónleikum í tilefni afmælis hennar og líka veita úr honum í fyrsta sinn. „Það er í anda Jóns og þannig vil ég hafa það,“ segir hún og bætir við að sterkur hópur hafi myndast sem kalli sig Jónsavinafélagið, hann hittist reglulega og syngi saman. „Svo koma kórar Langholtskirkju fram, enda eru tónleikarnir í kirkjunni.“ Ólöf Kolbrún kennir bæði við Söngskólann í Reykjavík og söngdeild Listaháskólans og lætur vel af því. „Ég ætla að halda áfram að vinna meðan ég er með „fulde fem!“ Finnst ég vera lukkunnar pamfíll að fá að vinna við það sem mér þykir vænst um að gera og kann best. Ég er í grunninn kennari og var við almenna kennslu í fimm ár. Síðan fór ég í framhaldsnám í tónlist til Vínarborgar á sínum tíma, eftir það fór boltinn að rúlla og ég söng mörg hlutverk í Þjóðleikhúsinu og Óperunni – einhvern veginn eru allt í einu 50 ár í starfi bara liðin.“ Spurð um eftirminnilegasta hlutverkið svarar Ólöf Kolbrún. „Violetta í La Traviata var það fyrsta stóra en á hverjum tíma er það hlutverkið sem maður er að glíma við sem stendur hjartanu næst. Mér finnst líka gaman að upplifa að þegar ég hlusta á óperu núna sem ég hef sungið, þá dett ég inn í hana. En í raun hefur þetta verið samfellt, viðburðaríkt, fallegt líf, að mínu mati, eitthvað til að þakka fyrir. Hver afmælisdagur og í raun hver dagur er þakkarverður. En á stórum tímamótum eins og nú þá staldrar maður við og mér fannst þau vera þess virði að minnast starfs okkar hjóna í sameiningu.“ Hún þvertekur fyrir að ætla að taka lagið sjálf. „Ég get alveg notað röddina mína en ég er hætt að troða upp,“ segir hún ákveðin. „Maður getur ekki bæði verið að framleiða söngvara og taka af þeim vinnuna. Það er ekki viðeigandi! Ég er alveg laus við að þurfa að eiga sviðið.“ gun@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Sjá meira