Breiðhyltingar finna fyrir meiri fordómum Ari Brynjólfsson skrifar 21. febrúar 2019 06:15 Félagsbústaðir eiga tæplega 600 eignir í Breiðholti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Meira en helmingur leigjenda Félagsbústaða í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi segist finna fyrir fordómum frá öðru fólki í samfélaginu, staðan er hins vegar önnur hjá leigjendum í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem minna en þriðjungur segist finna fyrir fordómum. Þetta kemur fram í þjónustukönnun sem MMR gerði fyrir Félagsbústaði í Reykjavík í byrjun desember, alls var haft samband við 749 leigjendur og var svarhlutfallið tæplega 43 prósent.Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða.Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir engar einfaldar skýringar að baki þessum tölum. „Það kann að eima eftir af gömlum fordómum um að það felist í því einhver ölmusa að leigja húsnæði sem er í eigu sveitarfélags og það litið hornauga. Það er auðvitað bara þannig að aðstæður fólks eru misjafnar og ekki allir sem hafa tök á að eignast húsnæði eða leigja á almennum markaði.“ Segir hún það vilja Félagsbústaða að greina betur hvað það er sem liggur að baki þessari tilfinningu stórs hóps leigjenda . Stærsti hópurinn sem kveðst finna fyrir fordómum í samfélaginu eru einstaklingar með tvö eða fleiri börn, aðeins fjórðungur þeirra kveðst ekki finna fyrir fordómum. Í Breiðholti mælist mun meiri óánægja með nánast alla þætti þjónustu Félagsbústaða. Til dæmis er þar að finna mestu óánægjuna með viðhaldsþjónustu og leiguverð. 59 prósent leigjenda í Breiðholti segjast finna fyrir fordómum í samfélaginu, talan er lægri í öðrum hverfum og minnst í Vesturbænum þar sem 28 prósent segjast finna fyrir fordómum. Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri í Breiðholti.Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri í Breiðholti, segir flókið að koma með skýringar á hvers vegna munurinn sé svo mikill á milli hverfa í Reykjavík. „Ég held að þetta sé einhver birtingarmynd einhvers sem á sér ansi flóknar skýringar. Þetta getur tengst alls konar þáttum eins og félagsgerð, menntunarstigi og efnahag. Líka sögu, þegar þessar félagslegu íbúðir eru byggðar í Breiðholtinu í stórum stíl þá skilur það eftir sig arfleifð sem var ekki eins mikið um annars staðar,“ segir Óskar. „Það hafa öll hverfi í höfuðborginni gengið í gegnum svoleiðis, líka þegar verkamannabústaðirnir voru byggðir vestur í bæ.“ Hann segir Breiðholtið hafa gengið í gegnum gríðarlegar breytingar á síðustu árum. „Þetta er sambærilegt því þegar hverfið var að byggjast upp. Ég ólst hérna upp og man þegar krakkar alls staðar að af landinu hittust hér, nú er þetta fólk alls staðar að úr heiminum. Það er kannski eðlilegt að það séu einhverjir vaxtarverkir sem fylgja því.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Meira en helmingur leigjenda Félagsbústaða í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi segist finna fyrir fordómum frá öðru fólki í samfélaginu, staðan er hins vegar önnur hjá leigjendum í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem minna en þriðjungur segist finna fyrir fordómum. Þetta kemur fram í þjónustukönnun sem MMR gerði fyrir Félagsbústaði í Reykjavík í byrjun desember, alls var haft samband við 749 leigjendur og var svarhlutfallið tæplega 43 prósent.Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða.Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir engar einfaldar skýringar að baki þessum tölum. „Það kann að eima eftir af gömlum fordómum um að það felist í því einhver ölmusa að leigja húsnæði sem er í eigu sveitarfélags og það litið hornauga. Það er auðvitað bara þannig að aðstæður fólks eru misjafnar og ekki allir sem hafa tök á að eignast húsnæði eða leigja á almennum markaði.“ Segir hún það vilja Félagsbústaða að greina betur hvað það er sem liggur að baki þessari tilfinningu stórs hóps leigjenda . Stærsti hópurinn sem kveðst finna fyrir fordómum í samfélaginu eru einstaklingar með tvö eða fleiri börn, aðeins fjórðungur þeirra kveðst ekki finna fyrir fordómum. Í Breiðholti mælist mun meiri óánægja með nánast alla þætti þjónustu Félagsbústaða. Til dæmis er þar að finna mestu óánægjuna með viðhaldsþjónustu og leiguverð. 59 prósent leigjenda í Breiðholti segjast finna fyrir fordómum í samfélaginu, talan er lægri í öðrum hverfum og minnst í Vesturbænum þar sem 28 prósent segjast finna fyrir fordómum. Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri í Breiðholti.Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri í Breiðholti, segir flókið að koma með skýringar á hvers vegna munurinn sé svo mikill á milli hverfa í Reykjavík. „Ég held að þetta sé einhver birtingarmynd einhvers sem á sér ansi flóknar skýringar. Þetta getur tengst alls konar þáttum eins og félagsgerð, menntunarstigi og efnahag. Líka sögu, þegar þessar félagslegu íbúðir eru byggðar í Breiðholtinu í stórum stíl þá skilur það eftir sig arfleifð sem var ekki eins mikið um annars staðar,“ segir Óskar. „Það hafa öll hverfi í höfuðborginni gengið í gegnum svoleiðis, líka þegar verkamannabústaðirnir voru byggðir vestur í bæ.“ Hann segir Breiðholtið hafa gengið í gegnum gríðarlegar breytingar á síðustu árum. „Þetta er sambærilegt því þegar hverfið var að byggjast upp. Ég ólst hérna upp og man þegar krakkar alls staðar að af landinu hittust hér, nú er þetta fólk alls staðar að úr heiminum. Það er kannski eðlilegt að það séu einhverjir vaxtarverkir sem fylgja því.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira