„Engin matvæli koma úr forgarði helvítis“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2019 13:30 Ragga Nagli er einkaþjálfari og hugar mikið að heilsunni. „Nú þegar Ketókúrinn er yfir og allt um kring eins og hönd Guðs gætirðu allt eins snúið kettling úr hálsliðnum í kaffistofunni en að dúndra heitri beyglu í ristina.“ Svona hefst nýjasti heilsupistill Ragnhildar Þórðardóttur, sem er betur þekkt sem Ragga Nagli, á Facebook. Þar talar hún um að brauð sé ekki ógn við heimsfriði og að djöfullinn liggi í magninu. „Of mikið er ekki gott fyrir okkur. Það á við um allt. Að gleypa sjö beyglur á sólarhring er ekki gott fyrir þig. Að juða í sig súkkulaði allan daginn er ekki gott fyrir þig.“ Nú þegar ketó-matarræðið tröllríður öllu tekur Ragga Nagli einnig fram að það sé heldur ekki gott að borða eingöngu ribeye steik. „Að slafra grænkálssmúðinga í allar máltíðir er ekki gott fyrir þig. Að drekka átta lítra af vatni á dag er heldur ekki gott fyrir þig. Það sem er hins vegar gott fyrir okkur er að borða næringarríka fæðu fram yfir næringarsnauða. Það er líka gott fyrir okkur að tileinka sér fjölbreytt mataræði með eins mörgum matvælum og komast fyrir.Þarft öll orkuefnin Það sem er langbest fyrir okkur er að borða allskonar mat án þess að fá samviskubit þó að heit súrdeigssneið með smjöri rati á matardiskinn.“ Ragga spyr sína fylgjendur, sem eru 23 þúsund, hvernig þeirra matarræði líti út? „Ef þú ert að fá öll orkuefnin sem þú þarft. Prótein. Kolvetni. Fitu. Ef þú ert að næra þig vel með heilum afurðum. Þá mun einstaka brauðskorpa í radíus við munnvikin ekki spika þig upp eins og aligæs. Þú munt ekki missa kontrólið og kúlið og tæta upp allan Samsölupokann.“ Ragga segir að fólk eigi frekar að skora á þessar gömlu hugsanir sem eru yfirleitt runnar undan rifjum megrunariðnaðarins og borðaðu matvæli sem hafa ratað á bannlistann þinn. „Engin matvæli koma úr forgarði helvítis. Stundum er það frekar mataræðið í heildina sem þarf smá fínpússun. Stundum eru það eigin hugsanir og óraunhæfur ótti við matvæli sem halda okkur frá gleðinni. Jafnvægi er lykilinn að langtímaárangri.“ Heilsa Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
„Nú þegar Ketókúrinn er yfir og allt um kring eins og hönd Guðs gætirðu allt eins snúið kettling úr hálsliðnum í kaffistofunni en að dúndra heitri beyglu í ristina.“ Svona hefst nýjasti heilsupistill Ragnhildar Þórðardóttur, sem er betur þekkt sem Ragga Nagli, á Facebook. Þar talar hún um að brauð sé ekki ógn við heimsfriði og að djöfullinn liggi í magninu. „Of mikið er ekki gott fyrir okkur. Það á við um allt. Að gleypa sjö beyglur á sólarhring er ekki gott fyrir þig. Að juða í sig súkkulaði allan daginn er ekki gott fyrir þig.“ Nú þegar ketó-matarræðið tröllríður öllu tekur Ragga Nagli einnig fram að það sé heldur ekki gott að borða eingöngu ribeye steik. „Að slafra grænkálssmúðinga í allar máltíðir er ekki gott fyrir þig. Að drekka átta lítra af vatni á dag er heldur ekki gott fyrir þig. Það sem er hins vegar gott fyrir okkur er að borða næringarríka fæðu fram yfir næringarsnauða. Það er líka gott fyrir okkur að tileinka sér fjölbreytt mataræði með eins mörgum matvælum og komast fyrir.Þarft öll orkuefnin Það sem er langbest fyrir okkur er að borða allskonar mat án þess að fá samviskubit þó að heit súrdeigssneið með smjöri rati á matardiskinn.“ Ragga spyr sína fylgjendur, sem eru 23 þúsund, hvernig þeirra matarræði líti út? „Ef þú ert að fá öll orkuefnin sem þú þarft. Prótein. Kolvetni. Fitu. Ef þú ert að næra þig vel með heilum afurðum. Þá mun einstaka brauðskorpa í radíus við munnvikin ekki spika þig upp eins og aligæs. Þú munt ekki missa kontrólið og kúlið og tæta upp allan Samsölupokann.“ Ragga segir að fólk eigi frekar að skora á þessar gömlu hugsanir sem eru yfirleitt runnar undan rifjum megrunariðnaðarins og borðaðu matvæli sem hafa ratað á bannlistann þinn. „Engin matvæli koma úr forgarði helvítis. Stundum er það frekar mataræðið í heildina sem þarf smá fínpússun. Stundum eru það eigin hugsanir og óraunhæfur ótti við matvæli sem halda okkur frá gleðinni. Jafnvægi er lykilinn að langtímaárangri.“
Heilsa Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira