Innlent

Bein útsending: Friðjón og Gunnar Smári takast á um kjaramálin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Friðjón R Friðjónsson telur verkalýðshreyfinguna vaða uppi með ofbeldi og þar fari fremstur í flokki Gunnar Smári Egilsson.
Friðjón R Friðjónsson telur verkalýðshreyfinguna vaða uppi með ofbeldi og þar fari fremstur í flokki Gunnar Smári Egilsson.

Friðjón R. Friðjónsson, framkvæmdastjóri og eigandi KOM-almannatengsla, og Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, verða gestir í útvarpsþættinum Harmageddon á X977 klukkan 9:15 í dag.

Friðjón og Gunnar Smári munu ræða kjaramálin við stjórnendur þáttarins en Friðjón var afdráttarlaus í skoðunum sínum í Facebook-færslu í gær. Sagðist hann telja verkalýðshreyfinguna vaða uppi með ofbeldi og svívirðingum. Það geri hún undir forystu Gunnars Smára og skósveina hans.

Sagði Friðjón að enginn hefði lagt í framboð til formanns VR af ótta við Gunnar Smára. 

Viðræðum fjögurra verkalýðshreyfinga við Samtök atvinnulífsins var slitið í gær og virðast verkfallsaðgerðir handan við hornið.

Hér fyrir neðan má hlusta á upptöku af umræðunni í Harmageddon.

Klippa: Harmageddon - Tilboð ríkisstjórnarinnar óskiljanlegur afleikur í stöðuna


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.