Innlent

Bein útsending: Friðjón og Gunnar Smári takast á um kjaramálin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Friðjón R Friðjónsson telur verkalýðshreyfinguna vaða uppi með ofbeldi og þar fari fremstur í flokki Gunnar Smári Egilsson.
Friðjón R Friðjónsson telur verkalýðshreyfinguna vaða uppi með ofbeldi og þar fari fremstur í flokki Gunnar Smári Egilsson.
Friðjón R. Friðjónsson, framkvæmdastjóri og eigandi KOM-almannatengsla, og Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, verða gestir í útvarpsþættinum Harmageddon á X977 klukkan 9:15 í dag.

Friðjón og Gunnar Smári munu ræða kjaramálin við stjórnendur þáttarins en Friðjón var afdráttarlaus í skoðunum sínum í Facebook-færslu í gær. Sagðist hann telja verkalýðshreyfinguna vaða uppi með ofbeldi og svívirðingum. Það geri hún undir forystu Gunnars Smára og skósveina hans.

Sagði Friðjón að enginn hefði lagt í framboð til formanns VR af ótta við Gunnar Smára. 

Viðræðum fjögurra verkalýðshreyfinga við Samtök atvinnulífsins var slitið í gær og virðast verkfallsaðgerðir handan við hornið.

Hér fyrir neðan má hlusta á upptöku af umræðunni í Harmageddon.

Klippa: Harmageddon - Tilboð ríkisstjórnarinnar óskiljanlegur afleikur í stöðuna



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×