Veltir fyrir sér hvort valdastéttin hafi myndað „ósýnilegt bandalag“ sem stjórni landinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. febrúar 2019 15:46 Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, veltir því fyrir sér hvort á Íslandi sé til svokallað djúpríki eða "Deep State“ eins og það er kallað á ensku. Vísir/GVA Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, veltir því fyrir sér hvort á Íslandi sé til svokallað djúpríki eða „Deep State“ eins og það er kallað á ensku. „Ég er að velta fyrir mér hvort það geti verið að það sé til orðið svona ákveðið ósýnilegt bandalag ýmissa aðila í okkar stjórnkerfi, bæði embættismenn, æðstu embættismenn, stjórnmálamennirnir sjálfir, ýmis hagsmunasamtök sem tengjast atvinnulífi, viðskiptalífi og fjármálalífi sem sé raunverulega að notfæra sér aðstöðu sína til þess að tryggja sinn eigin hag á kostnað allra hinna.“ Þetta sagði Styrmir í viðtali í stjórnmálaþættinum Silfrinu í morgun en tilefnið var pistill sem hann skrifaði í Morgunblaðið í gær undir yfirskriftinni „Er til „djúpríki“ á Íslandi?“ Styrmir veltir því fyrir sér hvort valdamenn séu í auknum mæli farnir að gæta meira að sínum eigin hagsmunum heldur en þjóðarhagsmunum. Hann varpar fram þeirri spurningu hvort íslenska djúpríkið hafi haft meiri áhrif á innihald skattatillagna ríkisstjórnarinnar heldur en verkalýðsfélögin sem hafi fundað reglulega saman í rúmt ár í ljósi þess hversu mjög boðaðar skattkerfisbreytingar komu verkalýðsforystunni í opna skjöldu. „Er það skýringin á útgöngu Vilhjálms Birgissonar?“ spyr Styrmir í pistli sínum. „Kjaradeilurnar sem nú standa yfir og stefna í þau ósköp sem hafa verið fyrirsjáanleg frá sumri og hausti 2016 þegar kjararáð tók sínar ákvarðanir um kaup og kjör æðstu embættismanna, þingmanna, ráðherra og ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki og aðrir skyldir aðilar litu til sem fordæmis, snúast um meira en kaup og kjör,“ segir Styrmir sem bendir á að deilurnar snúist um þá tvískiptingu sem hafi orðið á í íslensku samfélagi eftir efnahagshrunið haustið 2008. „Að vísu var íslenzka djúpríkið orðið til fyrir hrun. Þá var það fjármálageirinn og viðskiptalífið sem stjórnaði ferðinni en ekki kjörnir fulltrúar þjóðarinnar. Hrunið gerði ekki út af við það djúpríki. Það endurskipulagði sig bara með nýjum hætti,“ segir Styrmir. Hann veltir því fyrir sér hvort enginn þingmaður sé reiðubúinn að setja hnefann í borðið. „Getur verið að á Alþingi Íslendinga nú um stundir sé ekki til fólk í öllum flokkum sem er tilbúið að taka af skarið og segja: Hingað og ekki lengra. Við verðum að ná saman í yfirstandandi kjaradeilu, ekki bara samningum um kaup og kjör, heldur sátt um samfélagssáttmála sem hafi þau áhrif að framtíð Íslands vilji eiga heima hér áfram,“ segir Styrmir. Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. 22. febrúar 2019 13:00 Sakar verkalýðshreyfinguna um leikaraskap Friðjón Friðjónsson, almannatengill, sakaði verkalýðsfélögin um leikaraskap í kringum kjaraviðræðurnar. 24. febrúar 2019 12:51 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, veltir því fyrir sér hvort á Íslandi sé til svokallað djúpríki eða „Deep State“ eins og það er kallað á ensku. „Ég er að velta fyrir mér hvort það geti verið að það sé til orðið svona ákveðið ósýnilegt bandalag ýmissa aðila í okkar stjórnkerfi, bæði embættismenn, æðstu embættismenn, stjórnmálamennirnir sjálfir, ýmis hagsmunasamtök sem tengjast atvinnulífi, viðskiptalífi og fjármálalífi sem sé raunverulega að notfæra sér aðstöðu sína til þess að tryggja sinn eigin hag á kostnað allra hinna.“ Þetta sagði Styrmir í viðtali í stjórnmálaþættinum Silfrinu í morgun en tilefnið var pistill sem hann skrifaði í Morgunblaðið í gær undir yfirskriftinni „Er til „djúpríki“ á Íslandi?“ Styrmir veltir því fyrir sér hvort valdamenn séu í auknum mæli farnir að gæta meira að sínum eigin hagsmunum heldur en þjóðarhagsmunum. Hann varpar fram þeirri spurningu hvort íslenska djúpríkið hafi haft meiri áhrif á innihald skattatillagna ríkisstjórnarinnar heldur en verkalýðsfélögin sem hafi fundað reglulega saman í rúmt ár í ljósi þess hversu mjög boðaðar skattkerfisbreytingar komu verkalýðsforystunni í opna skjöldu. „Er það skýringin á útgöngu Vilhjálms Birgissonar?“ spyr Styrmir í pistli sínum. „Kjaradeilurnar sem nú standa yfir og stefna í þau ósköp sem hafa verið fyrirsjáanleg frá sumri og hausti 2016 þegar kjararáð tók sínar ákvarðanir um kaup og kjör æðstu embættismanna, þingmanna, ráðherra og ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki og aðrir skyldir aðilar litu til sem fordæmis, snúast um meira en kaup og kjör,“ segir Styrmir sem bendir á að deilurnar snúist um þá tvískiptingu sem hafi orðið á í íslensku samfélagi eftir efnahagshrunið haustið 2008. „Að vísu var íslenzka djúpríkið orðið til fyrir hrun. Þá var það fjármálageirinn og viðskiptalífið sem stjórnaði ferðinni en ekki kjörnir fulltrúar þjóðarinnar. Hrunið gerði ekki út af við það djúpríki. Það endurskipulagði sig bara með nýjum hætti,“ segir Styrmir. Hann veltir því fyrir sér hvort enginn þingmaður sé reiðubúinn að setja hnefann í borðið. „Getur verið að á Alþingi Íslendinga nú um stundir sé ekki til fólk í öllum flokkum sem er tilbúið að taka af skarið og segja: Hingað og ekki lengra. Við verðum að ná saman í yfirstandandi kjaradeilu, ekki bara samningum um kaup og kjör, heldur sátt um samfélagssáttmála sem hafi þau áhrif að framtíð Íslands vilji eiga heima hér áfram,“ segir Styrmir.
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. 22. febrúar 2019 13:00 Sakar verkalýðshreyfinguna um leikaraskap Friðjón Friðjónsson, almannatengill, sakaði verkalýðsfélögin um leikaraskap í kringum kjaraviðræðurnar. 24. febrúar 2019 12:51 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00
Telur ljóst að tillögur stjórnvalda væru aldrei að fara að brúa bilið á milli deiluaðila Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að sér lítist ekkert sérstaklega vel á þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum SA og félaganna fjögurra sem slitu viðræðunum í gær. 22. febrúar 2019 13:00
Sakar verkalýðshreyfinguna um leikaraskap Friðjón Friðjónsson, almannatengill, sakaði verkalýðsfélögin um leikaraskap í kringum kjaraviðræðurnar. 24. febrúar 2019 12:51