Innlent

Þakkaði sýnda velvild írsku þjóðarinnar við leitina að Jóni Þresti

Birgir Olgeirsson skrifar
Guðlaugur Þór og Simon Coveney á fundi sínum í morgun.
Guðlaugur Þór og Simon Coveney á fundi sínum í morgun. Utanríkisráðuneytið
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hitti utanríkisráðherra Írlands, Simon Coveney, á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf í morgun og tók upp við hann mál Jóns Þrastar Jónssonar, sem leitað er í Dublin.

Þakkaði Guðlaugur Þór sýnda velvild írsku þjóðarinnar sem tók virkan þátt í leit um liðna helgi og gott samstarf lögregluyfirvalda. Írski utanríkisráðherrann þekkti prýðilega til málsins, enda vakið mikila athygli á Írlandi, og tók málaleitan Guðlaugs Þórs vel. Sagði Coveney lögregluyfirvöld kappkosta að varpa ljósi á málið og hét áframhaldandi samvinnu og upplýsingamiðlun.

Ráðherrarnir ræddu einnig mikilvægi þess að efla tvíhliða samstarf Íslands og Írlands, enda þjóðirnar nánar og næstu nágrannar. Samvinna á sviðum afvopnunar, sjávarútvegs og í málefnum norðurslóða kom einnig til umræðu á fundi ráðherrana.


Tengdar fréttir

„Það eru allir mjög bugaðir og andlega þreyttir“

Daníel Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem er saknað í Dyflinni, segir að leitin hafi tekið sinn toll af fjölskyldunni og þeim tæplega áttatíu sjálfboðaliðum sem tóku þátt í skipulagðri og umfangsmikilli leit sem fór fram í gær.

Jón Þröstur með greiðslukort á sér þegar hann hvarf

Michael Mulligan, rannsóknarlögreglumaður sem stýrir rannsókninni á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, segir að Jón hafi verið með greiðslukort á sér þegar hann hvarf og því sé það ekki útilokað að hann hafi farið úr landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×